Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan.
Henrikh Mkhitaryan er fyrirliði armenska landsliðsins en Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Þjóðirnar liggja að hvoru öðru.
Henrikh Mkhitaryan may not feature for Arsenal in the #EuropaLeague final against Chelsea in Baku.https://t.co/xx3vA5JWNOpic.twitter.com/iaOOALoaUh
— BBC Sport (@BBCSport) May 10, 2019
Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.
Hingað til hafa liðin hans Henrikh Mkhitaryan ekki lagt í það að fara með leikmanninn til Aserbaídsjan og þá aðallega af öryggisástæðum.
Hann hefur þegar misst af einum leik í Aserbaídsjan á þessu tímabili því hann lék ekki með Arsenal í útileik á móti FK Qarabag í október.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði þá að Mkhitaryan gæti ekki ferðast þangað og það þrátt fyrir að Knattspyrnusamband Evrópu væri bjóða fram aðstoð sína við að fá fyrir hann vegabréfsáritun.
2015: Misses game for Dortmund vs Gabala
2018: Misses game for Arsenal v Qarabag
2019: Europa League final v Chelsea
Due to conflicts between Armenia and Azerbaijan, Arsenal could lose Mkhitaryan for their biggest game of the season https://t.co/wtArT7EjTj
— GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 10, 2019
Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hélt því aftur á móti fram að Arsenal væri að þarna að reyna að hlífa Mkhitaryan fyrir pressunni að spila leik í Aserbaísjan.
Unai Emery vildi ekkert gefa upp um hvað Arsenal ætlar að gera með Mkhitaryan í tengslum úrslitaleikinn og sagði bara að það væri enn langur tími í úrslitaleikinn í Bakú.