Segja Coutinho vera í tilboði Barcelona fyrir Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:00 Neymar og Philippe Coutinho spila saman hjá brasilíska landsliðinu. Getty/ Jean Catuffe Barcelona vill endurheimta Brasilíumanninn Neymar sem Paris Saint Germain keypti út úr samningi sínum hjá Barcelona fyrir að verða tveimur árum síðan. Neymar fann sig vel hjá Barcelona en var þó alltaf í skugga Lionel Messi. Hann virðist hins vegar ekki hafa blómstrað eins vel og sumir veðjuðu á, þegar hann komst út úr skugga Messi og fór til PSG. Neymar hefur þannig verið í tómu tjóni síðustu mánuði, fyrst meiddur og svo staðinn að því að fremja agabrot. Hann missti nú síðast fyrirliðabandið hjá brasilíska landsliðinu í undirbúningi liðsins fyrir Suðurameríkukeppnina sem fer fram á heimavelli þeirra í Brasilíu. Nýjustu fréttirnar af framtíð Neymar er að Barcelona hefur boðið Paris Saint Germain öfluga leikmenn fyrir hann.Philippe Coutinho 'offered as transfer makeweight' as Barcelona open Neymar talks https://t.co/YNbmLAVjUmpic.twitter.com/zwQ3299N8I — Mirror Football (@MirrorFootball) May 29, 2019Record Sport og fleiri enskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Barcelona hafi boðið annað hvort Philippe Coutinho eða Ousmane Dembele í nýjasta tilboði sínu til franska félagsins. PSG borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar sumarið 2017 og Barca notaði þann pening til að kaupa bæði Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Dortmund. Coutinho kostaði 120 milljónir evra og Dembele kostaði 105 milljónir evra. Barcelona gæti þó þurft að borga meira fyrir þá báða nái þeir ákveðnum markmiðum sem leikmenn félagsins.Barcelona to use Coutinho as bait for Neymar: Unsettled former Liverpool star - or Dembele - will be offered to PSG in bid to bring superstar back to Nou Camp https://t.co/B7RBdLs0En — MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2019Neymar og faðir hans hafa verið að vinna í því að koma stráknum aftur til Spánar og hafa báðir ýtt undir að annaðhvort Real Madrid eða Barcelona kaupi Neymar. Það er hins vegar ekkert grín að ná slíkum samningi í gegn. Það er ekki nóg með að borga alla þessa peninga fyrir hann í upphafi heldur einnig að borga laun Brasilíumannsins sem eru sögð 30 milljónir evra eftir skatt eða 4,2 milljarðar íslenskra króna. Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Barcelona vill endurheimta Brasilíumanninn Neymar sem Paris Saint Germain keypti út úr samningi sínum hjá Barcelona fyrir að verða tveimur árum síðan. Neymar fann sig vel hjá Barcelona en var þó alltaf í skugga Lionel Messi. Hann virðist hins vegar ekki hafa blómstrað eins vel og sumir veðjuðu á, þegar hann komst út úr skugga Messi og fór til PSG. Neymar hefur þannig verið í tómu tjóni síðustu mánuði, fyrst meiddur og svo staðinn að því að fremja agabrot. Hann missti nú síðast fyrirliðabandið hjá brasilíska landsliðinu í undirbúningi liðsins fyrir Suðurameríkukeppnina sem fer fram á heimavelli þeirra í Brasilíu. Nýjustu fréttirnar af framtíð Neymar er að Barcelona hefur boðið Paris Saint Germain öfluga leikmenn fyrir hann.Philippe Coutinho 'offered as transfer makeweight' as Barcelona open Neymar talks https://t.co/YNbmLAVjUmpic.twitter.com/zwQ3299N8I — Mirror Football (@MirrorFootball) May 29, 2019Record Sport og fleiri enskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Barcelona hafi boðið annað hvort Philippe Coutinho eða Ousmane Dembele í nýjasta tilboði sínu til franska félagsins. PSG borgaði Barcelona 222 milljónir evra fyrir Neymar sumarið 2017 og Barca notaði þann pening til að kaupa bæði Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Dortmund. Coutinho kostaði 120 milljónir evra og Dembele kostaði 105 milljónir evra. Barcelona gæti þó þurft að borga meira fyrir þá báða nái þeir ákveðnum markmiðum sem leikmenn félagsins.Barcelona to use Coutinho as bait for Neymar: Unsettled former Liverpool star - or Dembele - will be offered to PSG in bid to bring superstar back to Nou Camp https://t.co/B7RBdLs0En — MailOnline Sport (@MailSport) May 29, 2019Neymar og faðir hans hafa verið að vinna í því að koma stráknum aftur til Spánar og hafa báðir ýtt undir að annaðhvort Real Madrid eða Barcelona kaupi Neymar. Það er hins vegar ekkert grín að ná slíkum samningi í gegn. Það er ekki nóg með að borga alla þessa peninga fyrir hann í upphafi heldur einnig að borga laun Brasilíumannsins sem eru sögð 30 milljónir evra eftir skatt eða 4,2 milljarðar íslenskra króna.
Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira