Opnar sýninguna Mjúkberg í Ekkisens galleríi í kvöld. Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Sara mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira