Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:21 Sprengjuárásir á sjúkrahús í Idlib. getty/Huseyin Fazil Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“ Bretland Sýrland Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi. Þetta kemur fram eftir að myndband birtist hjá Sky News þar sem stjórnarherinn sést ráðast á sjúkrahús í Idlib. Talið er að árásirnar hafi verið gerðar vísvitandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Í samtali við Sky sagði Pierce þetta vera „mjög átakanlegt“ og „stangast á við alþjóðleg mannúðarlög.“ „Að beina marki sínu beint á sjúkrahús og skóla… gæti verið stríðsglæpur,“ bætti hún við. „Við höfum verið að þrýsta á sýrlensk- og rússnesk yfirvöld að ganga úr skugga um að þau fari eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hún sagði Rússa beita Sýrlensk stjórnvöld þrýstingi í málinu, en bætti við að stjórn Assad, forseta Sýrlands, „hlusti ekki og þetta muni á endanum vera tekið til greina þegar stjórnin verði rannsökuð vegna glæpa gegn mannkyni og mögulega stríðsglæpa.“ Pierce sagði að verið væri að vinna í því að fá sýrlensk stjórnvöld til að hætta að gera almenning að skotmarki og að ná fram öðru vopnahléi.Krefst að blaðamenn séu ekki gerðir að skotmörkum Hún talaði einnig um árásina sem gerð var á bresku blaðakonuna Alex Crawford og teymi hennar í Idlib í síðustu viku, sem gerð var af árásarliði Sýrlandsstjórnar, og sagði: „Ég held að þeir vilji ekki að fólk viti sannleikann.“ „Ég held að þeir búi einnig yfir hatri á fréttamönnum. Jafnvel fyrir átökin var stjórnin ekkert rosalega umburðarlynd. Það bælir niður mótmælaraddir og fullt af fólki er í haldi vegna skoðana sinna.“ „Stjórnarfarið býr ekki yfir þeim eiginleikum sem við teljum þurfa fyrir þróað þingræði.“ „Ég held líka að þeir virði ekki fjölmiðlafrelsi á þann hátt sem við vonumst eftir.“ Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tjáði Pierce hinum fulltrúunum að hún hefði miklar áhyggjur vegna árásarinnar á blaðamennina og bað sendiherra Sýrlands að staðfesta að fjölmiðlafólk yrði ekki gert að skotspónum. Bashar Jaafari, sendiherra Sýrlands, svaraði henni því að blaðamenn þyrftu vegabréfsáritun til að komast inn í landið og að fjölmiðlafulltrúar þyrftu að sækja um hana. Price sagði „ég vil hafa það alveg á hreinu, að fjölmiðlateymi Sky News var ekki réttmætt skotmark.“ „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er ekki leyfilegt og ég bið fulltrúa Sýrlands um að koma þeim skilaboðum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar og lofi okkur að þeir verði ekki gerðir að skotspónum.“
Bretland Sýrland Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira