Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 18:34 Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira