Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - KA 6-5 | Víkingur áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2019 21:30 Sölvi Geir Ottesen tryggði Víkingi sæti í 8-liða úrslitunum Vísir/Bára Víkingar þurftu vítaspyrnukeppni til að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar að þessu sinni en liðið var sterkari aðilinn nær allan leikinn gegn KA í Laugardalnum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var þó 1-1 en í vítaspyrnukeppni reyndust Víkingar sterkari þar sem þeir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Almarr Ormarsson brenndi af fyrir KA. Lokatölur þvi 6-5 Víkingum í vil og þeir verða í pottinum þegar dregið verður síðar í vikunni. Fyrri hálfleikur var einkar bragðdaufur. Víkingar voru þó alltaf með völd á leiknum en náðu þó ekki að skapa sér nein opin marktækifæri. Þeirra bestu færi komu eftir föst leikatriði Loga Tómassonar en hann átti gull af aukaspyrnu sem Sölvi Geir Ottesen skallaði yfir mark KA á 35. mínútu leiksins. Nokkrum mínútum síðar tók Logi hornspyrnu sem flaug alla leið yfir á fjærstöngina þar sem hinn miðvörður Víkinga, Halldór Smári Sigurðsson, kom aðsvífandi en aftur fór knötturinn yfir markið. Gestirnir frá Akureyri gerðu lítið sóknarlega í fyrri hálfleik en þeir reyndu aðallega að sækja hratt með háum boltum yfir vörn „heimamanna.“ Það gekk illa og sköpuðu KA menn sér í raun ekki neitt í fyrri hálfleik. Leikurinn var mjög svipaður í síðari hálfleik og á endanum tókst Víkingum að komast yfir þegar Nikolaj Andreas Hansen skoraði úr vítaspyrnu eftir að Brynjar Ingi Bjarnason hafði brotið á þeim danska. Í kjölfarið lifnaði aðeins yfir KA og átti Brynjar Ingi skalla í stöng aðeins mínútu eftir að Víkingar komust yfir. Þegar átta mínútur voru til leiksloka tókst KA mönnum að jafna metin eftir skelfileg mistök Þórðar Ingasonar en hann missti þá hættulitla fyrirgjöf fyrir fætur Steinþórs Freys Þorsteinssonar sem skóflaði honum yfir línuna að mati dómara leiksins en það var ómögulegt að sjá hvort knötturinn hafi farið allur yfir línuna úr blaðamannastúkunni. Strax í næstu sókn hafði Hansen komið knettinum í netið en hann var dæmdur rangstæður. Staðan 1-1 og framlenging niðurstaðan. Í henni byrjuðu KA menn betur en á endanum voru það líklega Víkingar sem fengu besta færið þegar Andri Hrafn Atlason fékk frábæra sendingu inn fyrir en skaut beint á Jajalo. Staðan því enn 1-1 þegar framlengingu lauk og því þurfti vítaspyrnukeppni til að komast að því hvort liðið færi áfram. Þar reyndust Víkingar sterkari aðilinn en þeir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Almarr Ormarsson brenndi af fyrir KA. Tók hann svipað víti og Zinedine Zidane gerði í úrslitaleik HM 2006 en í stað þess að skoppa yfir línuna skoppaði knötturinn á línunni og út. Það var svo fyrirliði Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar hann þrumaði knettinum upp í þaknetið.Af hverju vann Víkingur? Stutta svarið er af því Almarr brenndi af sinni vítaspyrnu. Langa svarið væri á þá átt að Víkingar voru í raun betri aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn skilið þó svo að þeir hafi reynt að skjóta sig í fótinn með þvi að gefa KA jöfnunarmark.Hverjir stóðu upp úr? Þeir Sölvi Geir og Halldór Smári Sigurðsson stigu varla feilspor í vörn Víkinga í dag þó svo að þeir hefðu báðir átt að gera betur í mörgum frábærum fyrirgjöfum Loga Tómassonar en horn- og aukaspyrnur hans sköpuðu mikinn usla í dag. Þessir þrír stóðu hvað mest upp úr. Þá var Daníel Hafsteinsson öflugur á miðju KA manna.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að koma knettinum í netið en bæði lið fengu fín færi í leiknum sem fóru öll í súginn ef frá eru tekin mörkin tvö og vítaspyrnukeppnin. Þá gekk markvörðum liðanna skelfilega í vítaspyrnukeppninni en þeir voru varla nálægt skotunum.Hvað gerist næst? Víkingar eru komnir áfram í bikarnum og verða í pottinum þegar dregið verður síðar í vikunni. Á laugardaginn kemur fara Víkingar svo í heimsókn til Grindavíkur í eina leik Pepsi Max deildarinnar þann daginn. Á sunnudeginum fara svo KA menn í Frostaskjól og heimsækja KR. Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Víkingavísir/báraSölvi Geir: „Þetta jöfnunarmark á ekkert að koma“ „Mér fannst við spila miklu betur en KA menn. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í okkar höndum og sætt að vinna þetta á þennan máta þó ég hefði viljað klára þetta á 90 mínútum,“ sagði fyrirliðinn, og hetja Víkinga, Sölvi Geir Ottesen sáttur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið í gegnum hugann þegar hann rölti upp að knettinum til að taka síðustu vítaspyrnuna sagðist Sölvi hafa reynt að lesa í markvörð KA, Kristijan Jajalo, og hvað hann hafði gert þangað til. „Hann var alltaf búinn að skutla sér í öfugt horn við fótinn hjá spyrnumanni svo ég hugsði að best væri að setja hann í mitt markið. Hann endaði á því að standa en sem betur fer fór boltinn inn,“ sagði Sölvi og glotti við tönn. „Þetta jöfnunarmark á ekkert að koma og þetta er smá klaufalegt af Dodda í markinu, hann á að gera betur. En við höldum bara áfram að gera það sem við erum að gera og þá koma sigrarnir og stigin,“ sagði Sölvi áður en hann ræddi aðeins leikjaálagið og standið á sjálfum sér. „Hann (skrokkurinn) er alveg ótrúlega góður miðað við hvernig þetta þróaðist. Ég byrjaði bara að æfa rúmum þremur vikum fyrir mót. Búinn að vera meiddur í hálft ár fyrir mót og ég hef bara sjaldan verið jafn góður í skrokknum eins og ég er núna þó það hafi aðeins hægst á manni með árunum.“Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunnivísir/báraArnar Gunnlaugsson: „Ég á mér draumamótherja í úrslitaleik“ „Bara mjög vel. Ég sagði við strákana áður en vítakeppnin byrjaði að ég væri búinn að taka þátt í þeim nokkrum og aldrei tapað,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, um líðan sína eftir leik. Varðandi jöfnunar mark KA þá var Arnar sáttur með viðbrögð leikmanna sinna. „Þetta hefði geta verið algjört „here we go again“ dæmi og menn með hangandi haus því markið var svo klaufalegt en leikmenn voru staðráðnir í því að lenda ekki í því. Leikurinn var búinn að vera fínn fram að því og þá sérstaklega fyrri hálfleikur,“ sagði Arnar um mark KA í dag. Að lokum var Arnar spurður um draumamótherja í næstu umferð. „Ég á mér draumamótherja í úrslitaleik en ég veit ekki hvort ég eigi að opinbera það núna. Eins og ég sagði við strákana í gær þá er þetta stysta leiðin í Evrópukeppni. Einnig er mikilvægt fyrir klúbbinn og sigurtilfinninguna að skapa einhverja sigurhefð og það er langt síðan Víkingur komst í úrslitaleik svo að sjálfsögðu stefnum við þangað,“ sagði Arnar að lokum.Óli Stefán Flóventssonvísir/báraÓli Stefán: „Þegar þetta er komið í vító er þetta guð og lukka oft á tíðum“ „Þetta féll ekki með okkur í dag og það er hundfúlt,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Hann játti einnig fullyrðingu blaðamanns að KA hefðu verið lengi í gang. „Vorum bara ryðgaðir og þungt yfir okkur. Það var erfitt að finna taktinn og vorum ekki að tengja sendingar því þegar við unnum boltann settum við hann of auðveldlega frá okkur. Þannig var leikurinn í klukkutíma eða þangað til þeir komast yfir og þá kveikjum við á öllu og urðum sjálfum okkur líkir, verðskulduðum mark og ég hefði viljað bæta öðru við þá,“ sagði Óli Stefán nett svekktur með það að KA hafi ekki nýtt meðbyrinn á þeim tíma leiks. Óli nefndi það að leikmannahópur KA væri þunnskipaður þessa dagana þar sem nokkrir menn eru tæpir vegna meiðsla ásamt þeim sem eru á meiðsalistanum. Liðið fær þó ekki langan tíma til að jafna sig eftir 120 mínútna leik í kvöld þar sem liðið heimsækir KR á sunnudaginn kemur. „Við gáfum allt í þetta verkefni og ég er stoltur af strákunum. Við reynum okkar besta og það dugði ekki í dag. Þá föðmumst við inn í klefa og gírum okkur inn í verðugt verkefni gegn KR á sunnudaginn. Það er ekkert annað að gera en að standa í fæturnar og mæta grjótharðir inn á Meistaravelli og ná í eitthvað þar.“ Mjólkurbikarinn
Víkingar þurftu vítaspyrnukeppni til að tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar að þessu sinni en liðið var sterkari aðilinn nær allan leikinn gegn KA í Laugardalnum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var þó 1-1 en í vítaspyrnukeppni reyndust Víkingar sterkari þar sem þeir skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Almarr Ormarsson brenndi af fyrir KA. Lokatölur þvi 6-5 Víkingum í vil og þeir verða í pottinum þegar dregið verður síðar í vikunni. Fyrri hálfleikur var einkar bragðdaufur. Víkingar voru þó alltaf með völd á leiknum en náðu þó ekki að skapa sér nein opin marktækifæri. Þeirra bestu færi komu eftir föst leikatriði Loga Tómassonar en hann átti gull af aukaspyrnu sem Sölvi Geir Ottesen skallaði yfir mark KA á 35. mínútu leiksins. Nokkrum mínútum síðar tók Logi hornspyrnu sem flaug alla leið yfir á fjærstöngina þar sem hinn miðvörður Víkinga, Halldór Smári Sigurðsson, kom aðsvífandi en aftur fór knötturinn yfir markið. Gestirnir frá Akureyri gerðu lítið sóknarlega í fyrri hálfleik en þeir reyndu aðallega að sækja hratt með háum boltum yfir vörn „heimamanna.“ Það gekk illa og sköpuðu KA menn sér í raun ekki neitt í fyrri hálfleik. Leikurinn var mjög svipaður í síðari hálfleik og á endanum tókst Víkingum að komast yfir þegar Nikolaj Andreas Hansen skoraði úr vítaspyrnu eftir að Brynjar Ingi Bjarnason hafði brotið á þeim danska. Í kjölfarið lifnaði aðeins yfir KA og átti Brynjar Ingi skalla í stöng aðeins mínútu eftir að Víkingar komust yfir. Þegar átta mínútur voru til leiksloka tókst KA mönnum að jafna metin eftir skelfileg mistök Þórðar Ingasonar en hann missti þá hættulitla fyrirgjöf fyrir fætur Steinþórs Freys Þorsteinssonar sem skóflaði honum yfir línuna að mati dómara leiksins en það var ómögulegt að sjá hvort knötturinn hafi farið allur yfir línuna úr blaðamannastúkunni. Strax í næstu sókn hafði Hansen komið knettinum í netið en hann var dæmdur rangstæður. Staðan 1-1 og framlenging niðurstaðan. Í henni byrjuðu KA menn betur en á endanum voru það líklega Víkingar sem fengu besta færið þegar Andri Hrafn Atlason fékk frábæra sendingu inn fyrir en skaut beint á Jajalo. Staðan því enn 1-1 þegar framlengingu lauk og því þurfti vítaspyrnukeppni til að komast að því hvort liðið færi áfram. Þar reyndust Víkingar sterkari aðilinn en þeir skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Almarr Ormarsson brenndi af fyrir KA. Tók hann svipað víti og Zinedine Zidane gerði í úrslitaleik HM 2006 en í stað þess að skoppa yfir línuna skoppaði knötturinn á línunni og út. Það var svo fyrirliði Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, sem tryggði þeim sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar hann þrumaði knettinum upp í þaknetið.Af hverju vann Víkingur? Stutta svarið er af því Almarr brenndi af sinni vítaspyrnu. Langa svarið væri á þá átt að Víkingar voru í raun betri aðilinn allan leikinn og áttu sigurinn skilið þó svo að þeir hafi reynt að skjóta sig í fótinn með þvi að gefa KA jöfnunarmark.Hverjir stóðu upp úr? Þeir Sölvi Geir og Halldór Smári Sigurðsson stigu varla feilspor í vörn Víkinga í dag þó svo að þeir hefðu báðir átt að gera betur í mörgum frábærum fyrirgjöfum Loga Tómassonar en horn- og aukaspyrnur hans sköpuðu mikinn usla í dag. Þessir þrír stóðu hvað mest upp úr. Þá var Daníel Hafsteinsson öflugur á miðju KA manna.Hvað gekk illa? Liðunum gekk illa að koma knettinum í netið en bæði lið fengu fín færi í leiknum sem fóru öll í súginn ef frá eru tekin mörkin tvö og vítaspyrnukeppnin. Þá gekk markvörðum liðanna skelfilega í vítaspyrnukeppninni en þeir voru varla nálægt skotunum.Hvað gerist næst? Víkingar eru komnir áfram í bikarnum og verða í pottinum þegar dregið verður síðar í vikunni. Á laugardaginn kemur fara Víkingar svo í heimsókn til Grindavíkur í eina leik Pepsi Max deildarinnar þann daginn. Á sunnudeginum fara svo KA menn í Frostaskjól og heimsækja KR. Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði Víkingavísir/báraSölvi Geir: „Þetta jöfnunarmark á ekkert að koma“ „Mér fannst við spila miklu betur en KA menn. Mér fannst við hafa leikinn algjörlega í okkar höndum og sætt að vinna þetta á þennan máta þó ég hefði viljað klára þetta á 90 mínútum,“ sagði fyrirliðinn, og hetja Víkinga, Sölvi Geir Ottesen sáttur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið í gegnum hugann þegar hann rölti upp að knettinum til að taka síðustu vítaspyrnuna sagðist Sölvi hafa reynt að lesa í markvörð KA, Kristijan Jajalo, og hvað hann hafði gert þangað til. „Hann var alltaf búinn að skutla sér í öfugt horn við fótinn hjá spyrnumanni svo ég hugsði að best væri að setja hann í mitt markið. Hann endaði á því að standa en sem betur fer fór boltinn inn,“ sagði Sölvi og glotti við tönn. „Þetta jöfnunarmark á ekkert að koma og þetta er smá klaufalegt af Dodda í markinu, hann á að gera betur. En við höldum bara áfram að gera það sem við erum að gera og þá koma sigrarnir og stigin,“ sagði Sölvi áður en hann ræddi aðeins leikjaálagið og standið á sjálfum sér. „Hann (skrokkurinn) er alveg ótrúlega góður miðað við hvernig þetta þróaðist. Ég byrjaði bara að æfa rúmum þremur vikum fyrir mót. Búinn að vera meiddur í hálft ár fyrir mót og ég hef bara sjaldan verið jafn góður í skrokknum eins og ég er núna þó það hafi aðeins hægst á manni með árunum.“Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunnivísir/báraArnar Gunnlaugsson: „Ég á mér draumamótherja í úrslitaleik“ „Bara mjög vel. Ég sagði við strákana áður en vítakeppnin byrjaði að ég væri búinn að taka þátt í þeim nokkrum og aldrei tapað,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, um líðan sína eftir leik. Varðandi jöfnunar mark KA þá var Arnar sáttur með viðbrögð leikmanna sinna. „Þetta hefði geta verið algjört „here we go again“ dæmi og menn með hangandi haus því markið var svo klaufalegt en leikmenn voru staðráðnir í því að lenda ekki í því. Leikurinn var búinn að vera fínn fram að því og þá sérstaklega fyrri hálfleikur,“ sagði Arnar um mark KA í dag. Að lokum var Arnar spurður um draumamótherja í næstu umferð. „Ég á mér draumamótherja í úrslitaleik en ég veit ekki hvort ég eigi að opinbera það núna. Eins og ég sagði við strákana í gær þá er þetta stysta leiðin í Evrópukeppni. Einnig er mikilvægt fyrir klúbbinn og sigurtilfinninguna að skapa einhverja sigurhefð og það er langt síðan Víkingur komst í úrslitaleik svo að sjálfsögðu stefnum við þangað,“ sagði Arnar að lokum.Óli Stefán Flóventssonvísir/báraÓli Stefán: „Þegar þetta er komið í vító er þetta guð og lukka oft á tíðum“ „Þetta féll ekki með okkur í dag og það er hundfúlt,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Hann játti einnig fullyrðingu blaðamanns að KA hefðu verið lengi í gang. „Vorum bara ryðgaðir og þungt yfir okkur. Það var erfitt að finna taktinn og vorum ekki að tengja sendingar því þegar við unnum boltann settum við hann of auðveldlega frá okkur. Þannig var leikurinn í klukkutíma eða þangað til þeir komast yfir og þá kveikjum við á öllu og urðum sjálfum okkur líkir, verðskulduðum mark og ég hefði viljað bæta öðru við þá,“ sagði Óli Stefán nett svekktur með það að KA hafi ekki nýtt meðbyrinn á þeim tíma leiks. Óli nefndi það að leikmannahópur KA væri þunnskipaður þessa dagana þar sem nokkrir menn eru tæpir vegna meiðsla ásamt þeim sem eru á meiðsalistanum. Liðið fær þó ekki langan tíma til að jafna sig eftir 120 mínútna leik í kvöld þar sem liðið heimsækir KR á sunnudaginn kemur. „Við gáfum allt í þetta verkefni og ég er stoltur af strákunum. Við reynum okkar besta og það dugði ekki í dag. Þá föðmumst við inn í klefa og gírum okkur inn í verðugt verkefni gegn KR á sunnudaginn. Það er ekkert annað að gera en að standa í fæturnar og mæta grjótharðir inn á Meistaravelli og ná í eitthvað þar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti