Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2019 14:30 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00
Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00