Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 12:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Vísir/vilhelm Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, var mikið niðri fyrir í ræðu sinni um málþóf þingmanna Miðflokksins undir liðnum störf þingins á þingfundi í dag. Hún sagðist hafa upplifað vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim málum sem almenningur fól henni að vinna að. Þingmenn Miðflokksins hafa nú einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 90 klukkustundir en umræðan í heild hefur staðið yfir í rúmar 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa þannig farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Inga sagðist sjálf frá upphafi hafa verið andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans. Hún hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ræðu og riti. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að það hlýtur einhvern tíman að koma sá tímapunktur að maður að maður viti hvenær vitjunartími manns er kominn og maður hætti að lemja hausnum í vegginn og hygla sjálfum sér daginn út og inn hér í einræðu á hinu háa Alþingi Íslendinga.“Upplifði ofbeldi og vanlíðan Inga segir að það sé ekki hægt að leyfa þingmönnum að haga sér með þessum hætti. „Ég skora á okkur öll! Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma. Í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja.“ Hún sagði fátækt fólk ekki geta beðið eftir réttlæti. Það væri nákvæmlega það sem þeim væri boðið upp á með framgöngu þingmanna Miðflokksins sem hún segir að haldi Alþingi í gíslingu. Afar sorglegt sé að inni í nefndum liggi mál sem brýnt væri að fengju þinglega meðferð. Inga nefndi í því samhengi afnám skerðinga á atvinnutekjur aldraðra sem búið sé að afgreiða út úr velferðarnefnd og velferð og bættan hag barna.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. 28. maí 2019 11:00
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17