Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 12:08 Mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Vísir/AP Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld. Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.
Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira