Lögfesta þarf auðkennaþjófnað hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2019 23:45 Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður í netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir auðkennaþjófnað á netinu vera að aukast. Það sé lítið sem ekkert sem lögreglan geti gert þar sem að auðkennaþjófnaður sé ekki refsiverður samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Fólk sé því berskjaldað þegar auðkenni þess er stolið. Öll Norðurlöndin, utan Danmerkur, hafa lögfest ákvæði um auðkennaþjófnað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét mál ungs manns, sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun, eftir að auðkennum hans var stolið á SnapChat falla niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Ungi maðurinn var alveg grunlaus um að auðkenni hans hafi verið notað og var grunaður um nauðgun í nokkra mánuði og beittur ofbeldi vegna málsins. Málið var látið niður falla þar sem engin ákvæði eru í hegningarlögum sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan. Varahéraðssaksóknari sagði í fréttum okkar á dögunum að það þyrfti að lögfest ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það og segir lítið sem ekkert geta gert þegar auðkenni fólks er stolið. „Þetta er alltaf að aukast með frekari tækniþekkingu. Nánast allir Íslendingar eru komnir með nettengingu, við erum mjög framarlega í því þannig að þá mundum við alltaf sjá þessi brot aukast,“ segir Daði. Skilyrði milli netheima og raunheima séu alltaf að verða minni og nauðsynlegt að lögfesta ákvæði sem tekur á auðkennaþjófnaði. Lögreglan hefur fengið fimm til sex mál inn á borð til sín í fyrra. „Við erum að fá upplýsingar um fleiri mál heldur en að eru kærð til okkar. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að mál eru ekki kærð er að vegan þess að við höfum ekki skýra lagaheimild til að fara eftir,“ segir Daði. Öll Norðurlöndin nema Danmörk hafa lögfest slíkt ákvæði. „Reynslan hjá Finnum, þegar að þeir gerðu þetta, þá jókst tilkynningum til muna,“ segir Daði. Daði segir að fólki líði oft illa yfir að auðkenni þess hafi verið stolið á netinu. „Það er auðvitað verulega berskjaldað þegar að einhver er að þykjast vera það, það er ekki þægileg tilfinning þannig að fólk lýsir yfir vanlíðan yfir þessu,“ segir Daði.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15