SUS fagnar nýrri þungunarrofslöggjöf: Formaðurinn eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 22:03 Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu þegar atkvæðagreiðsla fór fram fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf. Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf.
Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57
Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15