Tengir hverfahluta Breiðholts saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2019 10:00 Aldís og Aðalheiður sýningarstjórar við verkið Sápa # Lavender eftir Arnar Ásgeirsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Brjóstmyndir og höfuð sem gægjast upp úr moldarbeði og sápuskúlptúr með táknum og kynjamyndum eru meðal listaverka sem Breiðholtið skartar í sumar. Sýningin Úthverfi var opnuð þar á dögunum að tilhlutan Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir sýningarstjórar leiða blaðamann og ljósmyndara að nokkrum hinna margvíslegu myndverka og það er sannkölluð skemmtiferð. „Sýningin tengir hverfahluta Breiðholtsins, líka hið náttúrlega og manngerða og á að endurspegla fjölbreytni þess, bæði í umhverfi og mannlífi,“ útskýrir Aldís. Við byrjum inni í Gerðubergi, þar eru ljósmyndir af nokkrum nemendum í Fellaskóla sem Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður fékk til samstarfs. Skilti hennar við Breiðholtslaug vísar á staði sem unglingarnir tengdu sig við með minningum. Halldór Ásgeirsson var líka í samstarfi við börn í Fellaskóla. Á ákveðnum dögum flaggar hann litríkum fánum með myndum eftir þau.Eitt af þremur hjólaverkum Anssi Pulkkinen.Við Suðurhóla 25 verður stór sápa á vegi okkar. Hún er steypt og skreytt af Arnari Ásgeirssyni myndlistarmanni og minnir á rúnastein. „Arnari varð hugsað til fanga í Bandaríkjunum sem tjáðu sig stundum með táknmyndum í sápur,“ lýsir Aðalheiður. Verk Sindra Leifssonar er í fimm hlutum og þræðir sig meðfram göngustíg í skógarjaðrinum milli Vesturhóla og Bakkahverfis. Það er úr ýmsum trjátegundum sem felldar hafa verið við grisjun í borgarlandinu. Inni í trjánum er hólkur með mold og útsæðiskartöflum og ætlast er til að kartöflugrös muni gægjast út úr holum.Eilífðin er í næsta húsi nefnist þetta verk eftir Kathy Clark.Eitt af þremur hjólum Finnans Anssi Pulkkinen er við götuhorn í Neðra-Breiðholti. Hin tvö eru í Seljahverfi. Við nemum næst staðar rétt við Breiðholtsskóla. Þar blasa við höfuðin í moldinni sem eru framlag Kathy Clark. Hún nefnir verk sitt Eilífðin er í næsta húsi, og með áletrunum á brjóstmyndum túlkar hún hugsanir og samkennd nágranna. Síðasti viðkomustaður okkar er í Ystaseli, við Höggmyndagarð Hallsteins. Erum svo heppin að listamaðurinn er úti við að fylgjast með stækkun vinnustofu sinnar. Hann tekur okkur vel. Hallsteinn var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og líka einn af frumbyggjum hverfisins.Þessi mynd úr Hallsteinsgarði sýnir myndlist, mannlíf, náttúru og byggingar í Breiðholti.Úthverfi stendur til 25. ágúst. Á morgun, þriðjudaginn 28. maí, verður boðið upp á kvöldgöngu með sýningarstjórum og listamönnum milli nokkurra verka í Efra- og Neðra-Breiðholti. Lagt verður af stað frá Gerðubergi klukkan 19.30 og endað á grænu svæði við Breiðholtsskóla við Arnarbakka. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Brjóstmyndir og höfuð sem gægjast upp úr moldarbeði og sápuskúlptúr með táknum og kynjamyndum eru meðal listaverka sem Breiðholtið skartar í sumar. Sýningin Úthverfi var opnuð þar á dögunum að tilhlutan Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir sýningarstjórar leiða blaðamann og ljósmyndara að nokkrum hinna margvíslegu myndverka og það er sannkölluð skemmtiferð. „Sýningin tengir hverfahluta Breiðholtsins, líka hið náttúrlega og manngerða og á að endurspegla fjölbreytni þess, bæði í umhverfi og mannlífi,“ útskýrir Aldís. Við byrjum inni í Gerðubergi, þar eru ljósmyndir af nokkrum nemendum í Fellaskóla sem Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður fékk til samstarfs. Skilti hennar við Breiðholtslaug vísar á staði sem unglingarnir tengdu sig við með minningum. Halldór Ásgeirsson var líka í samstarfi við börn í Fellaskóla. Á ákveðnum dögum flaggar hann litríkum fánum með myndum eftir þau.Eitt af þremur hjólaverkum Anssi Pulkkinen.Við Suðurhóla 25 verður stór sápa á vegi okkar. Hún er steypt og skreytt af Arnari Ásgeirssyni myndlistarmanni og minnir á rúnastein. „Arnari varð hugsað til fanga í Bandaríkjunum sem tjáðu sig stundum með táknmyndum í sápur,“ lýsir Aðalheiður. Verk Sindra Leifssonar er í fimm hlutum og þræðir sig meðfram göngustíg í skógarjaðrinum milli Vesturhóla og Bakkahverfis. Það er úr ýmsum trjátegundum sem felldar hafa verið við grisjun í borgarlandinu. Inni í trjánum er hólkur með mold og útsæðiskartöflum og ætlast er til að kartöflugrös muni gægjast út úr holum.Eilífðin er í næsta húsi nefnist þetta verk eftir Kathy Clark.Eitt af þremur hjólum Finnans Anssi Pulkkinen er við götuhorn í Neðra-Breiðholti. Hin tvö eru í Seljahverfi. Við nemum næst staðar rétt við Breiðholtsskóla. Þar blasa við höfuðin í moldinni sem eru framlag Kathy Clark. Hún nefnir verk sitt Eilífðin er í næsta húsi, og með áletrunum á brjóstmyndum túlkar hún hugsanir og samkennd nágranna. Síðasti viðkomustaður okkar er í Ystaseli, við Höggmyndagarð Hallsteins. Erum svo heppin að listamaðurinn er úti við að fylgjast með stækkun vinnustofu sinnar. Hann tekur okkur vel. Hallsteinn var einn af stofnendum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og líka einn af frumbyggjum hverfisins.Þessi mynd úr Hallsteinsgarði sýnir myndlist, mannlíf, náttúru og byggingar í Breiðholti.Úthverfi stendur til 25. ágúst. Á morgun, þriðjudaginn 28. maí, verður boðið upp á kvöldgöngu með sýningarstjórum og listamönnum milli nokkurra verka í Efra- og Neðra-Breiðholti. Lagt verður af stað frá Gerðubergi klukkan 19.30 og endað á grænu svæði við Breiðholtsskóla við Arnarbakka.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira