Íslenski boltinn

Þrír dómarar með flautuna í leik KA og ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var einn dómara kvöldsins.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var einn dómara kvöldsins. vísir/vilhelm
Það voru þrír dómarar sem voru með flautuna í leik KA og ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag en meiðsli gerðu það að verkum að skipta þurfti um dómara.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson byrjaði á því að dæma leikinn en hann meiddist snemma leiks svo aðstoðardómarinn Gylfi Már Sigurðsson tók við flautunni og fjórði dómarinn Eðvarð Eðvarðsson fór á línuna.







Í hálfleik var hins vegar hringt í Sigurð Hjört Þrastarson sem er búsettur á Akureyri og dæmdi hann leikinn í síðari hálfleik. Gylfi fór því aftur á línuna og Eðvarð varð fjórði dómari á nýjan leik.

Eitthvað létu leikmennirnir þetta trufla sig því fyrsta markið kom ekki fyrr en á 76. mínútu og það síðara skömmu síðar. KA vann leikinn en Eyjamenn eru enn án sigurs í deildinni.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×