Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:53 Þingmenn Miðflokksins hafa verið fastagestir í ræðusól Alþingis undanfarna viku, hvort sem er dag eða nótt. Vísir/Vilhelm Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Þingfundi var slitið skömmu fyrir hálf ellefu í dag en þá hafði hann staðið yfir í um nítján klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi um þriðja orkupakkann í alla nótt og langt fram á morgun. Alls hafa þeir talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Miðflokksmenn héldu uppteknum hætti á þingfundi sem hófst klukkan 15:30 í gær og skiptust á að stíga í pontu til að ræða um þriðja orkupakkann. Þingfundir í vikunni drógust langt fram á nótt og fram á morgun vegna málþófsins. „Forseta þykir miður að geta ekki lokið þessari umræðu en þess hefur verið freistað að gefa háttvirtum þingmönnum nægilegt svigrúm til þess að ræða málið ítarlega svo að hægt verði að tæma mælendaskrá og klára umræðuna,“ sagði Guðjón S. Brjánsson, varaforseti þingsins, þegar hann sleit þingfundi um klukkan 10:24. Umræðan um þriðja orkupakkann hafði þá staðið yfir í nærri hundrað klukkustundir í heildina. Þar af sagði Guðjón að miðflokksmenn hefðu talað í vel yfir áttatíu klukkustundir. Í heildina hafi 53 ræður verið haldnar og andsvörin verið 311 á þingfundinum sem stóð yfir í tæpar nítján klukkustundir. Miðflokksmenn töluðu nær einir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók þátt í umræðinni um tíma síðdegis í gær. „Þrátt fyrir að hér mætist stálin stinn verður ekki hjá því komist að ljúka umræðunni með þeim lýðræðislegum leikreglum sem við höfum tamið okkur og hefð er fyrir,“ sagði varaforseti þingsins sem vonaðist til þess að hægt yrði að ljúka umræðunni á næstu dögum. Miðflokksmenn kvörtuðu undan fundarstjórn forseta í nótt og lýstu áhyggjum af álagi á starfsfólk þingsins. Sakaði Bergþór Ólason, þingmaður flokksins, þingforsetann um að reyna að þreyta þá til uppgjafar með því að funda fram á nótt. Næsti þingfundur hefur verið boðaður klukkan 15:00 á mánudag.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34