Nýtt lag Hatara og Murad komið út Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:02 Matthías, Murad, Klemens og palestínski fáninn. Skjáskot Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00