Landa milljarða samningi í Kína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 16:39 Sindri Sindrason við undirritunina á samningnum. CRI Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi. Kína Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi.
Kína Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira