Íslenski boltinn

Rúmlega 200 manns mæta að meðaltali á leiki í kvennadeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Vals og Þórs/KA.
Úr leik Vals og Þórs/KA. vísir/bára
Þegar fjórum umferðum er lokið í Pepsi Max-deild kvenna er aðsóknin á leiki deildarinnar rétt rúmlega 200 áhorfendur á leik.

4.035 hafa mætt á leikina í fyrstu umferðununum sem gerir 202 áhorfendur að meðaltali á leik.

Sex félög ná yfir 200 áhorfendum að meðaltali á leik en aðeins eitt félag er undir hundraðinu og það er ÍBV.

Það skekkir líklega aðeins myndina að Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa ekki enn spilað heimaleik en næsti leikur liðsins verður þeirra fyrsti heimaleikur á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×