Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, kærðu upptökuna til Persónuverndar. Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira