Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, kærðu upptökuna til Persónuverndar. Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira