Ríkið greiði 1,2 milljarða fyrir Geysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 06:20 Deilur höfðu staðið um landið árum saman áður en fallist var á kaup ríkisins á svæðinu árið 2016. FBL/gva Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Verðið sem íslenska ríkið þarf að greiða fyrir tvo þriðju hluta hverasvæðisins við Geysi í Haukadal hefur verið ákveðið, ef marka má Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram að upphæðin nemi 1,2 milljörðum króna ásamt vöxtum og verðbótum og er það sagt samkvæmt yfirverðmati á verðmæti eignarinnar. Í október 2016 tilkynnti fjármálaráðuneytið að undirritaður hefði verið samningur við Landeigendafélag Geysis um kaup ríkisins á öllum eignarhluta félagsins innan girðingar á Geysissvæðinu eftir áralangar viðræður. Landeigendur voru ósáttir með framgöngu ríkisins í málinu og hefur verið tíðrætt um að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa undir samninginn þar sem landið hefði annars verið tekið eignarnámi. Svæðið innan girðingar á Geysi er um 19,9 hektarar að stærð. Ríkið átti um 2,3 hektara fyrir miðju svæðisins þar sem hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Óþverrishola eru. 17,6 hektarar voru í sameign ríkisins og Landeigendafélagsins.Sjá einnig: Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Ekki náðist samkomulag um verðið á sínum tíma og var því skipuð matsnefnd til að ákvarða kaupverðið. Þrír einstaklingar sátu í nefndina, einn frá hvorum deiluaðila auk oddamanns, og mátu þeir að verðið væri um 1,1 milljarður króna. Ríkið vísaði því verði hins vegar til yfirmats, þar sem tveir frá hvorum aðila auk oddamanns ákvörðuðu að verðið væri nokkurn veginn það sama og undirmatið komst að: 1,2 milljarðar, með vöxtum og verðbótum sem fyrr segir. Garðar Eiríksson, formaður Landeigendafélags Geysis, gat þó ekki staðfest tölurnar við Morgunblaðið. Deilt hafði verið um landsvæðið árum saman. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október ári síðar að gjaldtakan hefði verið ólögmæt.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00 Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Lögmaður landeigenda Geysis segir þá hafa verið tilneydda að selja ríkinu Geysissvæðið til að forðast eignarnám. Skiptar skoðanir eru innan félagsins. 8. október 2016 07:00
Ríkið eignast Geysi Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna. 7. október 2016 15:45