Lífið

Forsetinn segir bróður sinn hafa rekið smiðshöggið á uppbyggingu föður þeirra á Selfossi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðni fylgdist vel með íslandsmótinu. Hér er hann á Ásvöllum.
Guðni fylgdist vel með íslandsmótinu. Hér er hann á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum.

„Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna.

Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka.

„Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni.

Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra.

„Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.