Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 12:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna. Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira