Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 10:53 vísir/getty Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR. Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR.
Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40
Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53