Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin um dýfu Túfa: Þetta er til skammar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vladimir Tufegdzic og dýfan.
Vladimir Tufegdzic og dýfan. Vísir/Vilhelm og S2Sport
Vladimir Tufegdzic varð uppvís að svakalegum leikaraskap í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin létu Grindvíkinginn líka heyra það.

„Túfa er alltaf að reyna að búa til eitthvað,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, eftir að þeir sýndu Vladimir Tufegdzic reyna að fiska víti í leiknum á móti Fylki.

„Þetta er bara dýfa og gult spjald. Þetta er alveg til skammar. Hann gerði þetta líka í síðasta leik og hann gerði þetta oft í fyrra. Ég er búinn að sjá þetta aftur og aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, féll ekki í gildruna en gaf Vladimir Tufegdzic samt ekki gult spjald fyrir þennan greinilega leikaraskap.

Í leiknum á undan, þegar Grindavík vann 2-1 sigur á KR, þá fiskaði Vladimir Tufegdzic líka ódýrt víti sem skilaði Grindavíkurliðinu 2-0 forystu.

„Þarna er hann að svindla. Hann fékk ódýrt víti í Grindavík síðast en þetta er ekki neitt. Þarna er hann að hafa rangt við,“ sagði Atli Viðar Björnsson.

Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um leikaraskap Vladimir Tufegdzic hér fyrir neðan og þar geta menn séð hversu mikil dýfa þetta var hjá Tufegdzic.



Klippa: Dýfa Vladimir Tufegdzic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×