Öðruvísi búð á Hverfisgötu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Ágústa Hera stendur sjálf vaktina flesta daga í Mynt. Fréttablaðið/Sigrtryggur Ari Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Lítil en stórskemmtileg búð felur sig í kjallaranum á Hverfisgötu 16 í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi búðarinnar er Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður. Búðin heitir Mynt og þar eru seldar nýjar og notaðar vörur ásamt línunni Föðurland, sem er hönnun Ágústu. Endurvinnslustefna og sjálfbærni var henni hugleikin þegar hún hóf að vinna að stofnun búðarinnar. Upphaf Myntar var nokkuð skondið. „Það var nú eiginlega þannig að ég var að taka til í geymslunni minni. Hún var svo stútfull af fötum sem ég hef sankað að mér síðustu 20 ár. Mér fannst algjör synd að fara að fleygja þessum flottu fötum sem flest voru í mjög góðu standi. Ég notaði fötin úr geymslunni til að byrja með í búðina en þegar á leið fékk ég líka föt frá mömmu minni, dóttur, frænku og kærasta. Sum eru notuð og önnur jafnvel glæný,“ segir Ágústa Hera. Hún segir fötin úr ólíkustu áttum og að í búðinni sé að finna föt á unga sem aldna, konur jafnt og karla.Mynt er fyrst og fremst með notuð föt en inni á milli leynast nýjar flíkur.„Ég var búin að vera að svipast um eftir húsnæði í svolítinn tíma og bauðst svo þetta. Hverfisgatan er náttúrulega æðisleg staðsetning. Svo sel ég líka mína eigin hönnun hérna, Föðurlandið.“ Föðurland er lína af bolum, nærbuxum og leggings með íslenska náttúru og landakort áprentuð. Hún hefur reynst einstaklega vinsæl meðal ferðamanna sem og í gjafir til fólks sem býr erlendis.En hvaðan kemur nafnið Mynt? „Hér var myntsafnari í húsnæðinu í mörg ár svo mér fannst það liggja vel við. Það er líka æðislegur garður þarna við og það vill svo til að þar vex ótrúlega góð mynta. Svo vill líka svo skemmtilega til að þegar ég kom hingað fyrst var ég með vini mínum og við erum gjörsamlega forfallnir aðdáendur piparmyntusúkkulaðisins Pipp,“ segir Ágústa Hera hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira