Bankar og lífskjarasamningar Katrín Júlíusdóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Katrín Júlíusdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil hagræðing hefur átt sér stað í bankakerfinu á undanförnum árum í krafti aukinnar skilvirkni og tækninýjunga. Þrátt fyrir það er markmið fjármálafyrirtækja að ná kostnaði enn frekar niður. Það er til mikils að vinna fyrir alla því hagkvæmari rekstur skilar sér í aukinni samkeppnishæfni og hagstæðari viðskiptakjörum til viðskiptavina. Þó það sé ekki vinsælt að ræða lækkun opinberrar álagningar á fjármálafyrirtæki þá stöndum við einfaldlega frammi fyrir því að þurfa að horfa til hennar ef við viljum ná ofangreindum markmiðum fyrir íslenskt samfélag. Kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru oftar en ekki borin saman við sambærileg hlutföll erlendra banka og gildir þá einu hvort um er að ræða banka af sambærilegri stærðargráðu og þeir íslensku eða alþjóðlegir risabankar. Í þessum samanburði er sjaldan tekið tillit til þess að það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Til slíkra gjalda má nefna sérstakan bankaskatt sem einn og sér er miðað við núverandi álagningu um 12% af rekstrarkostnaði bankanna. Þá eru lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Ofangreindir þrír skattar skila ríkissjóði um 15 milljörðum sem er um helmingur af launakostnaði banka sem eru aðalgreiðendur þeirra. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Auk þessa búa íslensku bankarnir við hærri eiginfjárkröfur en þekkist í nágrannalöndunum og það sama gildir um grunninn sem eiginkrafan reiknast af. Birtingarform íslensku sérstöðunnar á fjármálamarkaði kemur einnig fram í þeirri staðreynd að Seðlabanki Íslands borgar ekki vexti af helmingi bindiskyldu innlánastofnana auk þess sem hann lætur þær einar standa straum af hluta þess kostnaðar sem fylgir því að viðhalda stórum gjaldeyrisforða. Allir þessir þættir setja þrýsting á að vaxtamunur sé hærri en ella. Inntak lífskjarasamninga þeirra sem nýverið voru undirritaðir á vinnumarkaði var meðal annars að leita leiða til að lækka vaxtastig í landinu. Mörg tækifæri eru til þess þegar kemur að rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja. Með hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið fylgja ítarleg minnisblöð frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um fjölmarga þætti í rekstri íslenskra banka. Í þeim er einmitt fjallað um skilvirkar leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku bankakerfi. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja bent á að lægri opinber gjöld, lægri eiginfjárkröfur og aukið hagræði meðal annars með auknu samstarfi um rekstur innviða fjármálakerfisins gæti eflt samkeppnisfærni. Samkvæmt greiningu Bankasýslunnar myndi lækkun á eftirlitsgjaldi til FME um 10% ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6% niður í 2,3%. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 niður í 0,145% í jöfnum skrefum á árunum 2020-2023. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1%. Fram hjá því verður ekki horft að fjármálafyrirtæki geta ekki borið allar þessar álögur til lengri tíma án þess að það komi niður á innlendri fjármálastarfsemi, skerði samkeppnisfærni þeirra og dragi úr getu þeirra til að ná niður kostnaði til viðskiptavina sinna. Fjármálafyrirtækin taka á hverjum degi þátt í því með fjölskyldum að fjármagna fasteignir og ávaxta sparifé þeirra, þá taka þau þátt í því með atvinnulífinu að fjölgja störfum með því að fjármagna fjárfestingar íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem gerir þeim kleift að stækka og eflast. Umræðan um lífskjörin þarf því að taka til kostnaðar og rekstrarumhverfis fjármálafyrirtækja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun