Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líka Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:43 Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir „Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30