Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 21:11 Hljómsveitin KEiiNO frá Noregi vann símakosninguna í úrslitum Eurovision í ár en hafnaði að endingu í 5. sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð með. Getty/Guy Prives Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum. Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08