Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:08 Augnablikið umdeilda. Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“ Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. Klemens Hannigan, Matthías Tryggvi Haraldsson og Einar Stefánsson voru í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem þær ræddu augnablikið sjálft og aðdragandann að því. Gjörningurinn vakti mikla athygli og blendin viðbrögð. „Við höfðum hugmyndir. Við sáum ákveðna möguleika og tókum þessa klúta með okkur til þess að halda möguleikanum opnum en það að þetta myndi gerast þarna með nákvæmlega þessum hætti gátum við ekkert séð fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi.„Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum endlega að fara,“ sagði Klemens um atvikið.Það sem vandaði verkið var að þeir vissu ekki hvenær eða hvernig þeir yrðu í mynd. Þeir höfðu hins vegar tekið eftir því að keppendur voru í mynd eftir stigagjöfina frá almenningi, ekki síst ef mikill stigamunur var á dómnefndaratkvæðum og símaatkvæðum, líkt og raunin varð með Ísland.Sjá má augnablikið fræga í fréttaklippunni hér fyrir neðan.„Það var nokkrum sinnum búinn að koma tökumaður til okkar. Það er einhvers konar vísbending um að kannski verðum við fljótlega í mynd. Ég var með einn klút inn á skónum, Hatara-stígvélinu, hægra stígvélinu. Ég var tilbúinn og búinn að renna niður þegar tökumaður kom,“ sagði Matthías. Skyndilega kom svo tökumaður og benti eins og óður maður á myndavélina.„Þá vissum við: Núna er mómentið. Ég man að Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum og þegar ég endurupplifi mómentið þá hugsa ég hvað ég er feginn að borðið sneri rétt. Hann hefði auðveldlega getað verið á hvolfi,“ sagði Matthías.Viðbrögðin létu ekki á sér standa.„Þetta varð mjög súrt mjög fljótt. Um leið og við vorum búnir að fá þessar nokkrar sekúndur á skjánum. Þá var strax byrjað að púa,“ sagði Einar. „Þetta tók u-beygju, stemnningin.“
Eurovision Tengdar fréttir Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56 Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá meira
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00
Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. 21. maí 2019 00:56
Ísland á HM og gosið í Eyjafjallajökli vega þyngra en Hatari Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í fyrra og gosið í Eyjafjallajökli vakti mun meiri áhuga á Íslandi en framganga Hatara í Eurovision. 21. maí 2019 18:33