Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 16:41 Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og er þegar hætt við flóðum. Með hækkandi sjávarstöðu gætu stór landsvæði þar sem milljónir búa horfið algerlega komi menn ekki böndum yfir losun sína á kolefni út í andrúmsloftið. Vísir/EPA Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun. Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun.
Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17