Íslenski boltinn

Valsmenn hafa lent átta sinnum undir í fyrstu fimm leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Sigurður Ómarsson fær dæmt á sig víti í gær.
Orri Sigurður Ómarsson fær dæmt á sig víti í gær. Vísir/Vilhelm
Íslandsmeistarar Valsmanna eru níu stigum og átta sætum frá toppsæti Pepsi Max deildar karla eftir 3-2 tap á móti FH-ingum í Kaplakrikanum í gærkvöldi.

Valsliðið er aðeins búið að ná í 4 stig af 15 mögulegum í sumar og það sem meira er að Hlíðarendaliðið hefur aðeins einu sinni komist yfir í leikjum sínum á allri leiktíðinni og það er jafnframt eini leikurinn sem liðið hefur unnið.

Valsliðið hefur fengið á sig níu mörk í fyrstu fimm umferðunum þar af fékk liðið á sig þrjú mörk á móti bæði Víkingum í 1. umferðinni og á móti FH-ingum í 5. umferðinni í gær.

Á meðan Valsmönnum gengur ekkert að komast yfir í leikjum sínum þá lenda þeir hvað eftir annað undir.

Valsmenn hafa lent samtals átta sinnum undir í fyrstu fimm umferðunum. Þeir náðu að jafna þrisvar sinnum á móti FH og tvisvar sinnum á móti FH en töpuðu leikjum sínum á móti KA-mönnum og Skagamönnum.

Valsliðinu tókst að bjarga jafntefli í fyrsta leiknum á móti Víkingum en tókst ekki að endurtaka leikinn á móti FH í Kaplakrika í gær.



Valsliðið hefur 1 sinni komist yfir í Pepsi Max deildinni í sumar

1-0 á móti Fylki - [vann leikinn 1-0]

Valsliðið hefur lent 8 sinnum undir í Pepsi Max deildinni í sumar

0-1 á móti Víkingi - jafnaði í 1-1

1-2 á móti Víkingi - jafnaði í 2-2

2-3 á móti Víkingi - jafnaði í 3-3

0-1 á móti KA - [tapaði leiknum 0-1]

0-1 á móti ÍA - [lenti 0-2 undir]

0-1 á móti FH - jafnaði í 1-1

1-2 á móti FH - jafnaði í 2-2

2-3 á móti FH - [tapaði leiknum 2-3]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×