Sextán ára á 120 með mömmu í framsætinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. maí 2019 15:50 Ungt barn sat aftur í en mæðginin voru stöðvuð aftur síðar af lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði för 16 ára pilts sem ók á tæplega 120 kílómetra hraða skammt austan við Vík síðastliðinn laugardag. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar en þar segir að móðir drengsins hafi setið í farþegasæti bílsins og ungt barn í aftursætinu. Móðirin gaf þá skýringu að drengurinn væri í æfingaakstri en móðirin gat ekki framvísað neinum pappírum því til staðfestingar. Þá voru engar merkingar um æfingaakstur á bifreiðinni. Móðirin greiddi hraðasektina á staðnum og var henni gert að taka við akstri bifreiðarinnar. Um það bil 4 klukkustundum síðar var sama bifreið stöðvuð aftur skammt vestan við Vík og var 16 ára drengurinn aftur sestur við stýrið. Í þetta skiptið var móðirin kærð fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis, geta ekki framvísað gögnum sem sýna fram á æfingaakstur drengsins og fyrir að vera ekki með æfingaakstursmerki á bifreiðinni. Annars er niðurstaðan sú að 74 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi í liðinni viku og 1217 ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur það sem af er árinu. Alls voru 41 ökumaður kærðir fyrir hraðakstur um helgina á varðsvæði Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Þeir sem hraðast óku voru á tæplega 140 km hraða. Alls var posauppgjör hjá Vík og Klaustri samtals 2.250.000 kr fyrir utan þá sem ekki gátu greitt á staðnum. Lögreglumál Mýrdalshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði för 16 ára pilts sem ók á tæplega 120 kílómetra hraða skammt austan við Vík síðastliðinn laugardag. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar en þar segir að móðir drengsins hafi setið í farþegasæti bílsins og ungt barn í aftursætinu. Móðirin gaf þá skýringu að drengurinn væri í æfingaakstri en móðirin gat ekki framvísað neinum pappírum því til staðfestingar. Þá voru engar merkingar um æfingaakstur á bifreiðinni. Móðirin greiddi hraðasektina á staðnum og var henni gert að taka við akstri bifreiðarinnar. Um það bil 4 klukkustundum síðar var sama bifreið stöðvuð aftur skammt vestan við Vík og var 16 ára drengurinn aftur sestur við stýrið. Í þetta skiptið var móðirin kærð fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis, geta ekki framvísað gögnum sem sýna fram á æfingaakstur drengsins og fyrir að vera ekki með æfingaakstursmerki á bifreiðinni. Annars er niðurstaðan sú að 74 voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi í liðinni viku og 1217 ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur það sem af er árinu. Alls voru 41 ökumaður kærðir fyrir hraðakstur um helgina á varðsvæði Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Þeir sem hraðast óku voru á tæplega 140 km hraða. Alls var posauppgjör hjá Vík og Klaustri samtals 2.250.000 kr fyrir utan þá sem ekki gátu greitt á staðnum.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira