Hatara hótað öllu illu á samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 11:30 Hatari stillir sér upp á úrslitakvöldinu á laugardag, áður en þau fengu athugasemdaholskefluna yfir sig. Getty/Michael Campanella „Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
„Brennið í helvíti,“ „Nasistar“ og „Ég mun drepa ykkur“ er aðeins agnarsmár hluti þeirra svívirðinga sem liðsmenn Hatara sitja nú undir eftir framgöngu þeirra í Eurovision um helgina. Allt frá því að fjöllistahópurinn dró fram trefla með Palestínufánanum á úrslitakvöldinu hafa þúsundir athugasemda verið ritaðar við færslur á samfélagsmiðlareikningum sveitarinnar. Þetta er sérstaklega greinilegt á Instagram, þar sem meðlimir Hatara hafa verið duglegir að birta myndir af ævintýrum sínum í gegnum Eurovision-ferlið. Myndir þeirra hafa hver um sig fengið hundruð athugasemda þar sem ísraelskir og palestínskir fánar eru í fyrirrúmi. Tvær færslur frá Hatara hafa vakið langsamlega mest viðbrögð. Annars vegar mynd af Palestínufánanum sem birtist á opinberri Instagram-síðu sveitarinnar og hins vegar upptakan af því þegar ísraleskir öryggisverðir gerðu Palestínutreflana upptæka á úrslitakvöldinu. Samanlagt hafa rúmlega 63 þúsund athugasemdir verið ritaðar við færslurnar tvær, sem báðar birtust á laugardagskvöld. View this post on InstagramA post shared by HATARI (@hatari_official) on May 18, 2019 at 4:37pm PDT Netverjar hafa þó ekki takmarkað athugasemdir sínar við myndir sem Hatarar birtu eftir að þátttaka þeirra í Ísrael hófst. Hundruð athugasemda hafa jafnframt verið ritaðar við eldri færslur frá Hatarameðlimum sem tengjast jafnvel Eurovision ekki á nokkurn hátt. Fjandmenn sveitarinnar víla til að mynda ekki fyrir sér að draga fjölskyldur liðsmanna inn í deilurnar. „Það verður að drepa barnið með föður sínum í gasklefa og því næst brenna lík þeirra,“ ritar einn gerviaðgangur til að mynda á hebresku við mynd af dóttur Einars Hrafns Stefánssonar, trommara Hatara og Sólbjartar Sigurðardóttur, eins dansara sveitarinnar. Þrátt fyrir hótanir í þeirra garð og áhyggjur af viðtökum ísraelskra flugvallarstarfsmanna hefur heimferð sveitarinnar gengið samkvæmt áætlun í dag. Hatari komst klakklaust í flugið sitt frá Ben Gurion-flugvelli í morgun og er hópurinn nú staddur í Lundúnum þar sem beðið er eftir flugi áfram til Íslands. Gert er ráð fyrir að Hatari og fylgdarlið verði komin til landsins klukkan 23 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55 Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19. maí 2019 12:55
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42