Línur eru farnar að skýrast á toppi og botni deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 20. maí 2019 16:00 Stefán Teitur Þórðarson og Kolbeinn Þórðarson í baráttu um boltann á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira