Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:02 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. „Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30
Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05