Sport

Bætti annað Íslandsmetið á þrettán dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Sveinn er í góðum gír þessa dagana.
Anton Sveinn er í góðum gír þessa dagana. mynd/sundsamband íslands
Anton Sveinn McKee bætti í dag eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi þegar hann kom fyrstur í mark í úrslitum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Anton Sveinn synti á 1:00,33 mínútum í dag og bætti tæplega árs gamalt Íslandsmet sitt um tólf hundraðshluta úr sekúndu.

Anton Sveinn hefur nú bætt tvö Íslandsmet á síðustu 13 dögum.

Þann 18. maí bætti hann tíu ára gamalt Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í 50 metra bringusundi.

Anton Sveinn synti þá á 27,73 sekúndum á TYR Pro Wim Series mótinu í Indiana í Bandaríkjunum. Með því tryggði hann sér þátttökurétt á HM sem fer fram í Gwangju í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Anton Sveinn keppir einnig í 100 metra bringusundi á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×