Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - HK 3-1 | Blikar í 8-liða úrslit eftir sigur í grannaslag Guðlaugur Valgeirsson skrifar 30. maí 2019 21:45 Höskuldur skoraði eitt marka Breiðabliks. vísir/bára Breiðablik og HK mættust í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Alvöru Kópavogsslagur en því miður fyrir HK voru Blikar töluvert sterkari aðilinn og þeir unnu að lokum góðan 3-1 sigur á HK. Blikar byrjuðu mjög kröftuglega í leiknum og það tók þá aðeins 125 sekúndur að komast yfir í leiknum þegar þeir áttu frábæra sókn upp vinstri kantinn. Höskuldur Gunnlaugsson kom með frábæra fyrirgjöf sem Kwame Quee skallaði í markið. Blikarnir voru töluvert sterkari eftir markið og voru líklegri til að bæta við frekar en HK að jafna leikinn. HK fékk þó eitt mjög gott færi seint í fyrri hálfleik en skot Brynjars Jónssonar ekki nógu gott og Gunnleifur Gunnleifsson í marki Blika varði það. Staðan í hálfleik 1-0 og það tók Blika ekki langan tíma að bæta við öðru markinu snemma í seinni hálfleik. Aftur var það sókn upp vinstra megin sem endaði með því að Damir Muminovic gaf boltann á Guðjón Pétur Lýðsson sem lét vaða á markið en boltinn hafði viðkomu og Arnar Freyr Ólafsson í marki HK kom engum vörnum við! 2-0 og HK í allskonar vandræðum. Heimamenn bættu við þriðja markinu aðeins 7 mínútum síðar þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði en undirbúningurinn var mjög skrautlegur og klaufalegur varnarleikur HK sem náði ekki að hreinsa boltann í burtu. HK náði þó að klára í bakkann en Gunnleifur Gunnleifsson gaf þá klaufalega hornspyrnu sem HK nýtti sér. Ásgeir Marteinsson átti þá frábæra fyrirgjöf inn í teiginn sem Björn Berg Bryde skallaði í markið. Smá líflína fyrir gestina sem freistuðu þess að komast inn í leikinn. Þeir reyndu og reyndu að bæta við en Blikarnir voru of sterkir og sigldu þessu nokkuð örugglega í höfn, lokatölurnar 3-1 og Breiðablik því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru bara betri aðilinn í kvöld. Þeir voru mikið ákveðnari og sýndu gæði sín í uppspili og fengu framlag frá mörgum mönnum. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson var flottur í dag í liði Blika, hann skoraði og lagði upp eitt mark og má vera sáttur með sína frammistöðu. Jonathan Hendrickx var hættulegur og kom sér í nokkur færi. Hvað gekk illa? Það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá HK meirihluta leiksins. Vörnin var alls ekki nógu sterk og gerði sig seka um nokkur mistök. Hvað gerist næst? Blikar eru auðvitað komnir í 8-liða úrslit bikarsins og þeir mæta FH í stórleik næstkomandi sunnudag í Pepsi Max deildinni. HK fær Fylki í heimsókn í Kórinn einnig næstkomandi sunnudag. Gústi Gylfa: Gulli var í HK og gaf þeim aðeins Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur sinna manna gegn HK í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Ég var ánægður með þetta. Komumst áfram sem var mikilvægast af öllu og skorum 3 mörk sem er flott. Fáum 1 mark á okkur úr föstu leikatriði sem var fúlt en í þessum bikar snýst þetta bara um að komast áfram og það gerðum við í dag.” „Grannaslagur og mikið undir. Það var allt annað að sjá okkur í dag frá því í Kórnum um daginn og ég er bara sáttur með strákana.” Gunnleifur Gunnleifsson gaf klaufalega hornspyrnu sem HK skoraði upp úr en Gústi var svosem ekkert svo ósáttur með markvörðinn sinn. „Menn eru að gefa hér og þar. Gulli var í HK og gaf þeim aðeins en auðvitað fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði og við fengum 1 eða 2 á okkur á móti þeim í seinasta leik og við þurfum að loka fyrir það.” Gústi segist ekki getað kvartað yfir neinu varðandi byrjun Blikaliðsins en þeir sitja í 2.sæti Pepsi Max deildarinnar og eru komnir í 8-liða úrslit bikarsins. „Það er að engu að kvarta, við erum með góðan og stóran hóp og við erum búnir að standa okkur nokkuð vel fram að þessu.” Hann var næst spurður út í leik liðsins næstkomandi sunnudag þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. „Það leggst bara vel í mig. Ég hlakka til að fá FH hingað í heimsókn fyrir framan troðfulla stúku og geggjaða stemningu. Það er númer 1,2 og 3 að spila okkar leik og það verður erfiður toppslagur. Gústi sagði að lokum að hann hefði engan óskamótherja þegar kemur að 8-liða úrslitunum. Brynjar Björn: Það er glatað að vera úr leik Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann sagði sína menn hafa klikkað illa í varnarleiknum í kvöld. „Við klikkuðum í fyrstu vörninni sem við þurftum að taka. Það var óþarfi að gefa þeim eitt mark í forskot strax í byrjun. Eftir þetta var þetta svolítið erfitt og við áttum í erfiðleikum með að koma okkur inn í leikinn. Förum í hálfleikinn og reynum að endurskipuleggja okkur en þeir skora snemma í seinni og þá er þetta erfitt.” HK-ingar gerðu sig seka um mistök í varnarleiknum sérstaklega í þriðja markinu sem nánast gerði út um leikinn. „Bæði í marki 2 og 3 hefur boltinn viðkomu í okkar mönnum og það þýðir að við erum nálægt því að verja það en boltinn lekur inn einhvern veginn. Við héldum áfram eins og við gerum alltaf og settum Blikana undir smá pressu undir lokin en 3-0 er bara mjög erfið staða.” Brynjar Björn hafði lítið að segja varðandi stöðuna á meiðslunum á Birki Val Jónssyni og Ólafi Erni Eyjólfssyni sem eru báðir fjarri góðu gamni í kvöld. „Þeir eru báðir meiddir í dag, tökum stöðuna á þeim aftur á morgun og hinn og sjáum svo til hvort þeir geti verið með á sunnudaginn.” Hann var að lokum spurður út í það hvort að það væri ekki smá sárabót að geta núna einbeitt sér að deildinni og halda liðinu uppi. „Nei það er glatað að vera úr leik. Það er gaman að vera í bikarnum og þú færð bara einn séns og við erum bara því miður úr leik í bikarnum og við hefðum þegið að vera áfram í honum,” sagði Brynjar Björn að lokum. Mjólkurbikarinn
Breiðablik og HK mættust í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Alvöru Kópavogsslagur en því miður fyrir HK voru Blikar töluvert sterkari aðilinn og þeir unnu að lokum góðan 3-1 sigur á HK. Blikar byrjuðu mjög kröftuglega í leiknum og það tók þá aðeins 125 sekúndur að komast yfir í leiknum þegar þeir áttu frábæra sókn upp vinstri kantinn. Höskuldur Gunnlaugsson kom með frábæra fyrirgjöf sem Kwame Quee skallaði í markið. Blikarnir voru töluvert sterkari eftir markið og voru líklegri til að bæta við frekar en HK að jafna leikinn. HK fékk þó eitt mjög gott færi seint í fyrri hálfleik en skot Brynjars Jónssonar ekki nógu gott og Gunnleifur Gunnleifsson í marki Blika varði það. Staðan í hálfleik 1-0 og það tók Blika ekki langan tíma að bæta við öðru markinu snemma í seinni hálfleik. Aftur var það sókn upp vinstra megin sem endaði með því að Damir Muminovic gaf boltann á Guðjón Pétur Lýðsson sem lét vaða á markið en boltinn hafði viðkomu og Arnar Freyr Ólafsson í marki HK kom engum vörnum við! 2-0 og HK í allskonar vandræðum. Heimamenn bættu við þriðja markinu aðeins 7 mínútum síðar þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði en undirbúningurinn var mjög skrautlegur og klaufalegur varnarleikur HK sem náði ekki að hreinsa boltann í burtu. HK náði þó að klára í bakkann en Gunnleifur Gunnleifsson gaf þá klaufalega hornspyrnu sem HK nýtti sér. Ásgeir Marteinsson átti þá frábæra fyrirgjöf inn í teiginn sem Björn Berg Bryde skallaði í markið. Smá líflína fyrir gestina sem freistuðu þess að komast inn í leikinn. Þeir reyndu og reyndu að bæta við en Blikarnir voru of sterkir og sigldu þessu nokkuð örugglega í höfn, lokatölurnar 3-1 og Breiðablik því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru bara betri aðilinn í kvöld. Þeir voru mikið ákveðnari og sýndu gæði sín í uppspili og fengu framlag frá mörgum mönnum. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson var flottur í dag í liði Blika, hann skoraði og lagði upp eitt mark og má vera sáttur með sína frammistöðu. Jonathan Hendrickx var hættulegur og kom sér í nokkur færi. Hvað gekk illa? Það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá HK meirihluta leiksins. Vörnin var alls ekki nógu sterk og gerði sig seka um nokkur mistök. Hvað gerist næst? Blikar eru auðvitað komnir í 8-liða úrslit bikarsins og þeir mæta FH í stórleik næstkomandi sunnudag í Pepsi Max deildinni. HK fær Fylki í heimsókn í Kórinn einnig næstkomandi sunnudag. Gústi Gylfa: Gulli var í HK og gaf þeim aðeins Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með sigur sinna manna gegn HK í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Ég var ánægður með þetta. Komumst áfram sem var mikilvægast af öllu og skorum 3 mörk sem er flott. Fáum 1 mark á okkur úr föstu leikatriði sem var fúlt en í þessum bikar snýst þetta bara um að komast áfram og það gerðum við í dag.” „Grannaslagur og mikið undir. Það var allt annað að sjá okkur í dag frá því í Kórnum um daginn og ég er bara sáttur með strákana.” Gunnleifur Gunnleifsson gaf klaufalega hornspyrnu sem HK skoraði upp úr en Gústi var svosem ekkert svo ósáttur með markvörðinn sinn. „Menn eru að gefa hér og þar. Gulli var í HK og gaf þeim aðeins en auðvitað fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði og við fengum 1 eða 2 á okkur á móti þeim í seinasta leik og við þurfum að loka fyrir það.” Gústi segist ekki getað kvartað yfir neinu varðandi byrjun Blikaliðsins en þeir sitja í 2.sæti Pepsi Max deildarinnar og eru komnir í 8-liða úrslit bikarsins. „Það er að engu að kvarta, við erum með góðan og stóran hóp og við erum búnir að standa okkur nokkuð vel fram að þessu.” Hann var næst spurður út í leik liðsins næstkomandi sunnudag þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. „Það leggst bara vel í mig. Ég hlakka til að fá FH hingað í heimsókn fyrir framan troðfulla stúku og geggjaða stemningu. Það er númer 1,2 og 3 að spila okkar leik og það verður erfiður toppslagur. Gústi sagði að lokum að hann hefði engan óskamótherja þegar kemur að 8-liða úrslitunum. Brynjar Björn: Það er glatað að vera úr leik Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann sagði sína menn hafa klikkað illa í varnarleiknum í kvöld. „Við klikkuðum í fyrstu vörninni sem við þurftum að taka. Það var óþarfi að gefa þeim eitt mark í forskot strax í byrjun. Eftir þetta var þetta svolítið erfitt og við áttum í erfiðleikum með að koma okkur inn í leikinn. Förum í hálfleikinn og reynum að endurskipuleggja okkur en þeir skora snemma í seinni og þá er þetta erfitt.” HK-ingar gerðu sig seka um mistök í varnarleiknum sérstaklega í þriðja markinu sem nánast gerði út um leikinn. „Bæði í marki 2 og 3 hefur boltinn viðkomu í okkar mönnum og það þýðir að við erum nálægt því að verja það en boltinn lekur inn einhvern veginn. Við héldum áfram eins og við gerum alltaf og settum Blikana undir smá pressu undir lokin en 3-0 er bara mjög erfið staða.” Brynjar Björn hafði lítið að segja varðandi stöðuna á meiðslunum á Birki Val Jónssyni og Ólafi Erni Eyjólfssyni sem eru báðir fjarri góðu gamni í kvöld. „Þeir eru báðir meiddir í dag, tökum stöðuna á þeim aftur á morgun og hinn og sjáum svo til hvort þeir geti verið með á sunnudaginn.” Hann var að lokum spurður út í það hvort að það væri ekki smá sárabót að geta núna einbeitt sér að deildinni og halda liðinu uppi. „Nei það er glatað að vera úr leik. Það er gaman að vera í bikarnum og þú færð bara einn séns og við erum bara því miður úr leik í bikarnum og við hefðum þegið að vera áfram í honum,” sagði Brynjar Björn að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti