Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 2-1 | FH-ingar fyrstir til að vinna Skagamenn í sumar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. maí 2019 18:45 vísir/daníel þór FH spilar til 8-liða úrslita í Mjólkurbikar karla en ÍA er úr leik. FH hafði betur gegn Skagamönnum 2-1 í Kaplakrika í dag. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalaus, það fóru líklega fleiri gul spjöld á loft heldur en voru marktilraunir. Liðin áttu erfitt með að opna hvort annað og var mikil harka inni á vellinum. Það var hins vegar nóg um fjör í seinni hálfeik. Kristinn Steindórsson átti marktilraun í stöngina eftir um klukkutíma leik áður en varamaðurinn Steven Lennon kom FH yfir á 72. mínútu. FH-ingar fengu byr undir báða vængi við markið og áttu tvö dauðafæri með stuttu millibili þar sem varnarmenn ÍA björguðu næstum á marklínu. Á 81. mínútu kom loksins annað markið, Jakup Thomsen skoraði það eftir hornspyrnu Jónatans Inga Jónssonar Skagamenn eru hins vegar með mikinn karakter og þeir svöruðu strax, Jón Gísli Eyland Gíslason átti gott skot í stöngina og inn. ÍA átti því góðan möguleika á því að jafna og fara í framlengingu. Þeir náðu því þó ekki, leiknum lauk með 2-1 sigri FH sem fer áfram en ÍA tapaði sínum fyrsta leik í sumar.vísir/daníel þórAf hverju vann FH? Það að segja að FH hafi nýtt færin sín en Skagamenn ekki er í raun varla rétt því FH fékk fjögur virkilega góð færi sem þeir nýttu ekki. Það er samt heldur ekki rétt að segja að FH hafi verið mikið sterkari aðilinn í leiknum því Skagamenn áttu góðar rispur. FH var hins vegar meira með boltann, skapaði sér meira af hættulegum færum í seinni hálfleik og átti því líklega skilið að vinna leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Jónatan Ingi Jónsson átti mjög góðar rispur fyrir FH, hann átti skotið sem mark Steven Lennon kom upp úr og hornspyrnuna sem Thomsen skallaði í netið. Flest allir leikmenn vallarins áttu nokkuð góðan leik, Árni Snær Ólafsson varði í nokkur skipti mjög vel í marki ÍA.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Aftur á móti gekk varnarmönnunum verr að loka á andstæðinginn í þeim seinni, þá sérstaklega varnarmönnum ÍA þar sem FH sótti nokkuð ákaft um miðjan seinni hálfeik. Þá verður að minnast á ótrúlegan fjölda gulra spjalda í leiknum, mönnum gekk illa að haga sér innan velsæmismarka í dag, þó ekkert af þeim brotum sem menn voru spjaldaðir fyrir hafi verið það gróft.Hvað gerist næst? FH verður í pottinum þegar dregið verður til 8-liða úrslita. ÍA er hins vegar úr leik í bikarnum og þarf að einbeita sér að Pepsi Max deildinni þar sem þeir eru í góðum málum á toppi deildarinnar. Bæði lið eiga deildarleik á sunnudag í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé.vísir/daníel þórÓli Kristjáns: Úrslitin sem skipta máli í bikarnum „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.vísir/daníel þórJói Kalli: Ætlum ekki að venja okkur á að tapa „Við fengum á okkur tvö mörk til að byrja með,“ svaraði Jóhannes Karl Guðjónsson aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis. „FH-ingarnir eru með hörku lið. Við vorum að reyna að loka á þá og það heppnaðist bara ekki 100 prósent í dag.“ „Við gáfumst ekki upp, héldum alltaf áfram og náðum að setja smá pressu á þá, reyndum að jafna, en það gekk bara ekki.“ Þetta var fyrsti tapleikur ÍA síðan tímabilið hófst, þjálfarinn var ekki á þeim buxunum að segja tapið gott til þess að minna leikmenn á hvernig er að tapa leik. „Það er alls ekkert gott, við ætlum ekkert að fara að venja okkur á að tapa og viljum ekkert muna hvernig sú tilfinning er.“ „Það sem er að gerast hjá okkur núna er að við erum út úr bikarnum og getum ekki breytt því. Fótboltinn er bara þannig að alveg sama hvort þú tapar eða vinnur þá þarftu að vera fljótur að skipta úr sigurtilfinningunni, eða þessari ömurlegu taptilfinningu, og einbeita þér að næsta leik.“ Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í sínu liði í dag? „Enn og aftur karakterinn í strákunum. Þeir voru búnir að leggja fáránlega mikið á sig fyrir þennan leik og við ætluðum okkur að vinna.“ „Við hefðum kannski getað gert aðeins betur í þessum tækifærum sem við fengum til þess að opna FH-ingana, það vantaði aðeins herslumuninn þar.“vísir/daníel þórDavíð: Þeirra styrkleikar fengu ekki að skína Fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson, var ánægður með sína menn í dag. „Þolinmæði skilaði þessu. Við vorum mikið með boltann og það var erfitt að opna þá í fyrri hálfleik en mér fannst bara strax frá byrjun seinni hálfleiks að við áttum auðveldara með að opna þá. Við fengum fullt af fínum færum og bara tímaspursmál hvenær við fengjum fyrsta markið,“ sagði Davíð. Það var í raun ótrúlegt að FH hefði ekki náð að koma öðru markinu inn fyrr en þeir gerðu. „Þetta var magnað. Jónatan var óheppin greyið, hann var búinn að gera þetta mjög vel og fékk tvo sénsa en þeir björguðu vel frá honum.“ „Ég er mjög ánægður að fara áfram þegar við erum að spila á móti liði sem er búið að vera á eldi og er að spila frábærlega. Mér fannst við vera betri aðilinn í dag og gerðum ekki sömu mistök og við gerðum í fyrri leiknum þar sem við hleyptum þeim í skyndisóknir.“ „Þeirra styrkleikar fengu ekki að skína í dag og ég er ánægður með það,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.vísir/daníel þórÁrni Snær: Lélegt að fá þessi tvö mörk á okkur „Þetta er ömurlegt en það þurfti einhver að tapa í dag. Við tókum það á okkur, en það er djöfull súrt og leiðinlegt,“ sagði Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, í leikslok. Árni vildi ekki samþykkja það að Skagamenn hefðu verið heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. „Nei, nei, við vorum góðir. Það var bara lélegt að fá þessi tvö mörk á okkur. Það getur svo sem vel verið að þeir hafi átt að setja fleiri en þeir gerðu það ekki og við hefðum átt að nýta okkur það og koma þessu í framlengingu, þá hefðum við tekið þetta.“ „Þeir gerðu vel og við virðum þá fyrir það. Við héldum kannski ekki nógu vel í boltann.“ Nú geta Skagamenn einbeitt sér að því að halda toppsæti deildarinnar og verða Íslandsmeistarar. „Algjörlega. Nú einbeitum við okkur bara að deildinni, það er bara þannig,“ sagði Árni Snær Ólafsson. Mjólkurbikarinn
FH spilar til 8-liða úrslita í Mjólkurbikar karla en ÍA er úr leik. FH hafði betur gegn Skagamönnum 2-1 í Kaplakrika í dag. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalaus, það fóru líklega fleiri gul spjöld á loft heldur en voru marktilraunir. Liðin áttu erfitt með að opna hvort annað og var mikil harka inni á vellinum. Það var hins vegar nóg um fjör í seinni hálfeik. Kristinn Steindórsson átti marktilraun í stöngina eftir um klukkutíma leik áður en varamaðurinn Steven Lennon kom FH yfir á 72. mínútu. FH-ingar fengu byr undir báða vængi við markið og áttu tvö dauðafæri með stuttu millibili þar sem varnarmenn ÍA björguðu næstum á marklínu. Á 81. mínútu kom loksins annað markið, Jakup Thomsen skoraði það eftir hornspyrnu Jónatans Inga Jónssonar Skagamenn eru hins vegar með mikinn karakter og þeir svöruðu strax, Jón Gísli Eyland Gíslason átti gott skot í stöngina og inn. ÍA átti því góðan möguleika á því að jafna og fara í framlengingu. Þeir náðu því þó ekki, leiknum lauk með 2-1 sigri FH sem fer áfram en ÍA tapaði sínum fyrsta leik í sumar.vísir/daníel þórAf hverju vann FH? Það að segja að FH hafi nýtt færin sín en Skagamenn ekki er í raun varla rétt því FH fékk fjögur virkilega góð færi sem þeir nýttu ekki. Það er samt heldur ekki rétt að segja að FH hafi verið mikið sterkari aðilinn í leiknum því Skagamenn áttu góðar rispur. FH var hins vegar meira með boltann, skapaði sér meira af hættulegum færum í seinni hálfleik og átti því líklega skilið að vinna leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Jónatan Ingi Jónsson átti mjög góðar rispur fyrir FH, hann átti skotið sem mark Steven Lennon kom upp úr og hornspyrnuna sem Thomsen skallaði í netið. Flest allir leikmenn vallarins áttu nokkuð góðan leik, Árni Snær Ólafsson varði í nokkur skipti mjög vel í marki ÍA.Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk báðum liðum illa að skapa sér færi. Aftur á móti gekk varnarmönnunum verr að loka á andstæðinginn í þeim seinni, þá sérstaklega varnarmönnum ÍA þar sem FH sótti nokkuð ákaft um miðjan seinni hálfeik. Þá verður að minnast á ótrúlegan fjölda gulra spjalda í leiknum, mönnum gekk illa að haga sér innan velsæmismarka í dag, þó ekkert af þeim brotum sem menn voru spjaldaðir fyrir hafi verið það gróft.Hvað gerist næst? FH verður í pottinum þegar dregið verður til 8-liða úrslita. ÍA er hins vegar úr leik í bikarnum og þarf að einbeita sér að Pepsi Max deildinni þar sem þeir eru í góðum málum á toppi deildarinnar. Bæði lið eiga deildarleik á sunnudag í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé.vísir/daníel þórÓli Kristjáns: Úrslitin sem skipta máli í bikarnum „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.vísir/daníel þórJói Kalli: Ætlum ekki að venja okkur á að tapa „Við fengum á okkur tvö mörk til að byrja með,“ svaraði Jóhannes Karl Guðjónsson aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis. „FH-ingarnir eru með hörku lið. Við vorum að reyna að loka á þá og það heppnaðist bara ekki 100 prósent í dag.“ „Við gáfumst ekki upp, héldum alltaf áfram og náðum að setja smá pressu á þá, reyndum að jafna, en það gekk bara ekki.“ Þetta var fyrsti tapleikur ÍA síðan tímabilið hófst, þjálfarinn var ekki á þeim buxunum að segja tapið gott til þess að minna leikmenn á hvernig er að tapa leik. „Það er alls ekkert gott, við ætlum ekkert að fara að venja okkur á að tapa og viljum ekkert muna hvernig sú tilfinning er.“ „Það sem er að gerast hjá okkur núna er að við erum út úr bikarnum og getum ekki breytt því. Fótboltinn er bara þannig að alveg sama hvort þú tapar eða vinnur þá þarftu að vera fljótur að skipta úr sigurtilfinningunni, eða þessari ömurlegu taptilfinningu, og einbeita þér að næsta leik.“ Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í sínu liði í dag? „Enn og aftur karakterinn í strákunum. Þeir voru búnir að leggja fáránlega mikið á sig fyrir þennan leik og við ætluðum okkur að vinna.“ „Við hefðum kannski getað gert aðeins betur í þessum tækifærum sem við fengum til þess að opna FH-ingana, það vantaði aðeins herslumuninn þar.“vísir/daníel þórDavíð: Þeirra styrkleikar fengu ekki að skína Fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson, var ánægður með sína menn í dag. „Þolinmæði skilaði þessu. Við vorum mikið með boltann og það var erfitt að opna þá í fyrri hálfleik en mér fannst bara strax frá byrjun seinni hálfleiks að við áttum auðveldara með að opna þá. Við fengum fullt af fínum færum og bara tímaspursmál hvenær við fengjum fyrsta markið,“ sagði Davíð. Það var í raun ótrúlegt að FH hefði ekki náð að koma öðru markinu inn fyrr en þeir gerðu. „Þetta var magnað. Jónatan var óheppin greyið, hann var búinn að gera þetta mjög vel og fékk tvo sénsa en þeir björguðu vel frá honum.“ „Ég er mjög ánægður að fara áfram þegar við erum að spila á móti liði sem er búið að vera á eldi og er að spila frábærlega. Mér fannst við vera betri aðilinn í dag og gerðum ekki sömu mistök og við gerðum í fyrri leiknum þar sem við hleyptum þeim í skyndisóknir.“ „Þeirra styrkleikar fengu ekki að skína í dag og ég er ánægður með það,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.vísir/daníel þórÁrni Snær: Lélegt að fá þessi tvö mörk á okkur „Þetta er ömurlegt en það þurfti einhver að tapa í dag. Við tókum það á okkur, en það er djöfull súrt og leiðinlegt,“ sagði Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, í leikslok. Árni vildi ekki samþykkja það að Skagamenn hefðu verið heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. „Nei, nei, við vorum góðir. Það var bara lélegt að fá þessi tvö mörk á okkur. Það getur svo sem vel verið að þeir hafi átt að setja fleiri en þeir gerðu það ekki og við hefðum átt að nýta okkur það og koma þessu í framlengingu, þá hefðum við tekið þetta.“ „Þeir gerðu vel og við virðum þá fyrir það. Við héldum kannski ekki nógu vel í boltann.“ Nú geta Skagamenn einbeitt sér að því að halda toppsæti deildarinnar og verða Íslandsmeistarar. „Algjörlega. Nú einbeitum við okkur bara að deildinni, það er bara þannig,“ sagði Árni Snær Ólafsson.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti