Friðsamir mótmælendur handteknir í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 17:17 Nursultan Nazarbayec, fyrrverandi forseti Kasakstan styður framboð Kasym-Zjomart Tokayev til forseta. getty/David Mareuil Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir. Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir.
Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53
Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41
Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42
Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50