Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 20:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira