Segir nýja heilbrigðisstefnu vonbrigði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2019 20:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir nýja heilbrigðisstefnu gríðarleg vonbrigði. Um sé að ræða hálfkláraða stefnu sem virkar ekki sem það stýritæki sem málaflokkurinn þarf. Dapurlegt sé að Alþingi hafi samþykkt svo hálfunnið skjal. Í byrjun mánaðarins var ný heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi. Tillagan var samþykkt með 45 atkvæðum og er markmið hennar að styrkja sameiginlega sýn í málaflokknum til framtíðar. Formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja segir stefnuna gríðarleg vonbrigði „Mín viðbrögð eru mikil vonbrigði. Nú erum við búin að bíða í tæp tíu ár eftir því að fá formlega stefnumótun utan um þennan stóra, flókna og dýra málaflokk. Fáum hana loksins núna og erum því miður mjög ósátt bæði með skjalið í heild sinni og hvernig að því var staðið,“ sagði Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Hann segir stefnuna einkum skorta tvennt. Greiningarvinnu og samráð við fagaðila. Eftir að drög stefnunnar voru kynnt gafst fagaðilum kostur á að senda inn ábendingar um innihald stefnunnar í samráðsgáttina. Hann segir að þær ábendingar hafi verið virtar að vettugi. „Sérstaklega ábendingar Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur sem skiluðu inn mjög góðum greinargerðum en það var ekki tekið neitt tillit til þeirra punkta sem þar komu fram,“ sagði Jón Gauti. Hann segir þónokkra málaflokka vanta í stefnuna og að hún virki ekki sem það stýritæki sem hún þarf að vera. „Það vantar fjömarga þætti þar inn í. Bæði efnislega og kannski verra að það er mjög margt hvað formið varðar sem gerir það að verkum að hún virkar ekki sem það stýritæki sem þarf. Hún er í raun hálfunnin. Þess vegna eru vonbrigðin gríðarleg að Alþingi hafi samþykkt þetta, verandi á þessu stigi sem hún er,“ sagði Jón Gauti.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira