Björgvin var raddlaus í fjóra mánuði og óttaðist hið versta Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:13 Björgvin Halldórsson söngvari hélt að hann hefði sungið sitt síðasta. Vísir „Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný. Jól Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný.
Jól Tónlist Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira