Björgvin var raddlaus í fjóra mánuði og óttaðist hið versta Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:13 Björgvin Halldórsson söngvari hélt að hann hefði sungið sitt síðasta. Vísir „Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný. Jól Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný.
Jól Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira