Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júní 2019 10:45 Henry Cejudo með leikmuni. Vísir/Getty UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. Henry Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC. Hann fer nú upp í bantamvigt og freistar þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Bantamvigtartitillinn er laus eftir að T.J. Dillashaw var sviptur titlinum eftir fall á lyfjaprófi. Með sigri verður hann sá fjórði í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Afrek sem aðeins Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes hafa leikið eftir. Cejudo mætir Marlon Moraes sem hefur farið hamförum í undanförnum bardögum. Moraes hefur klárað síðustu þrjá bardaga á samanlagt undir fimm mínútum. Cejudo hefur mikið verið á milli tannanna hjá fólki aðallega eftir kjánalega tilburði á blaðamannafundum á undanförnum mánuðum. Fyrir Dillashaw bardagann mætti hann með snák í poka á blaðamannafund og slengdi honum í gólfið. Á síðasta blaðamannafund á fimmtudaginn mætti hann með kórónu, skikkju, leikföng í pípuhatt og staf. Enginn skilur hvað honum gengur til en Cejudo hefur fengið stimpilinn sem hallærislegasti bardagamaður UFC. Cejudo er samt frábær bardagamaður og tók gullverðlaun á Olympíuleikunum árið 2008. Cejudo minnist reyndar á gullverðlaunin við hvert tækifæri sem er orðið aðhlátursefni. Það verður samt að hrósa Cejudo fyrir að reyna að koma sér á framfæri þrátt fyrir kjánahrollinn sem fylgir. Cejudo mætir Moraes í aðalbardaga kvöldsins en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna. Þeir Donald Cerrone og Tony Ferguson mætast síðan í þriðja síðasta bardaga kvöldsins og er það einn besti bardagi kvöldsins þrátt fyrir að ekkert belti sé undir. Aðdáendur eru spenntir fyrir að sjá Ferguson aftur en þó eru á kreiki áhyggjur af andlegri heilsu hans. UFC 238 fer fram í nótt og hefst bein útsending kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti