Rússar hyggjast framleiða eigin þætti um Tsjernobyl slysið Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 18:54 Kjarnorkuverið leit svona út í maí árið 1986. Getty/Wojtek Laski Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. apríl 1986. Talið er að sjónvarpsstöðin NTV hugi nú að því að framleiða þætti um slysið sem sýna aðra hlið málsins. Hlið sem sýnir frá aðkomu útsendara óvinaþjóðar Sovétríkjanna í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Sky greinir frá.Þeir sem ekki hafa horft á sjónvarpsþættina Chernobyl ættu að láta staðar numið hér Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Þá er sýnt frá tilraunum til að afstýra voveiflegum umhverfisáhrifum og rannsókn á tildrögum slyssins. Sýnt er frá vinnubrögðum stjórnvalda sem gera sitt besta til að gera lítið úr atburðinum og hylma yfir galla sem reyndust vera á kjarnakljúfum sovéskra kjarnorkuvera. Við þetta eru rússnesk stjórnvöld sögð ósátt og mun ríkisstjórnin hafa veitt fé til framleiðslu á rússneskum þáttum um Tsjernobyl slysið sem sína muni aðra hlið málsins. Leikstjóri þáttanna, Alexei Muradov, greindi frá því í viðtali við Moscow Times að söguþráðurinn snúi að samsæriskenningu um að bandarískir útsendarar hafi verið á staðnum í Tsjernobyl og hafi með einhverju móti unnið skemmdarverk sem olli sprengingunni 26. apríl 1986.Þættirnir Chernobyl voru sýndir á Stöð 2 en eru enn aðgengilegir á Frelsinu Bíó og sjónvarp Rússland Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Rússneskir fjölmiðlar og ríkisstjórn Rússlands eru ósátt með umtalaða þætti Sky og HBO, Chernobyl, um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Úkraínu 26. apríl 1986. Talið er að sjónvarpsstöðin NTV hugi nú að því að framleiða þætti um slysið sem sýna aðra hlið málsins. Hlið sem sýnir frá aðkomu útsendara óvinaþjóðar Sovétríkjanna í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl. Sky greinir frá.Þeir sem ekki hafa horft á sjónvarpsþættina Chernobyl ættu að láta staðar numið hér Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernobyl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Þá er sýnt frá tilraunum til að afstýra voveiflegum umhverfisáhrifum og rannsókn á tildrögum slyssins. Sýnt er frá vinnubrögðum stjórnvalda sem gera sitt besta til að gera lítið úr atburðinum og hylma yfir galla sem reyndust vera á kjarnakljúfum sovéskra kjarnorkuvera. Við þetta eru rússnesk stjórnvöld sögð ósátt og mun ríkisstjórnin hafa veitt fé til framleiðslu á rússneskum þáttum um Tsjernobyl slysið sem sína muni aðra hlið málsins. Leikstjóri þáttanna, Alexei Muradov, greindi frá því í viðtali við Moscow Times að söguþráðurinn snúi að samsæriskenningu um að bandarískir útsendarar hafi verið á staðnum í Tsjernobyl og hafi með einhverju móti unnið skemmdarverk sem olli sprengingunni 26. apríl 1986.Þættirnir Chernobyl voru sýndir á Stöð 2 en eru enn aðgengilegir á Frelsinu
Bíó og sjónvarp Rússland Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp