Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:00 Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm
Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira