Staðfestu dóm yfir manni sem braut gegn æskuvinkonu Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:27 Dómur var kveðinn upp í Landsrétt í dag. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira