Staðfestu dóm yfir manni sem braut gegn æskuvinkonu Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:27 Dómur var kveðinn upp í Landsrétt í dag. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar i september árið 2014. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í febrúar 2017 en við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hún hafa vaknað upp við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax lognast út af aftur.Ákvað að reyna að „lifa með þessum atburði“ Þegar hún vaknaði um morgunin hafi hún verið aum í kynfærunum en „á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði.“ Mánuðum síðar áttaði sig hún hins vegar á því hvers eðlis brotin hafi verið og sótti hún sér aðstoð til að glíma við afleiðingarnar af atburðum kvöldsins. Maðurinn neitaði alfarið sök og sagðist hann hafa spurt konuna hvort hann mætti sofa hjá henni og sagði hana hafa samþykkt það. Þau hafi því háttað sig og lagst upp í rúm. Er hann tók utan um konuna sagðist hann hafa fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Eftir það hafi þau afklæðst og haft samfarir. Sagði hann að þau hafi bæði verið í sambandi á þessum tíma og liðið illa eftir atburði næturinnar. Skildist honum á konunni að þau ættu að gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar konan sagði honum svo frá því hvernig hún teldi að hann hafi brotið á henni hafi hann fengið áfall og til þess að láta henni líða betur hafi hann tjáð henni og vinum þeirra að hann hefði brotið gegn henni umrætt kvöld. Ákvað hún þó að hitta manninn og segja honum frá því hvernig hann hefði brotið af sér. Sagði hún við skýrslutöku að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa brotið gegn henni. Það sama á að hann að hafa viðurkennt fyrir sameiginlegum vinum þeirra.Framburður hans metinn ótrúverðugur Fyrir dómi komu ýmis vitni sem voru í samskiptum við manninn í september 2016, um það leyti sem fundur mannsins og konunnar átti sér stað. Báru þau vitni um að maðurinn hefði viðurkennt að hafa brotið gegn konunni og sagði eitt vitnið meðal annars að maðurinn hafi verið skýr um það að hann hefði nauðgað konunni, það hafi ekki verið fyrr en maðurinn ræddi við lögfræðing að hann fór að draga framburð sinn til baka. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavík segir að skýringar á því af hverju hann hafi gengist við brotinu þrátt fyrir að telja sig saklausan væru ekki trúverðugar. Honum hafi verið ljóst að hann hafi verið að játa á sig alvarlega sakir, því væri ekki hægt að túlka framburð hans um veigamestu atriði málsins trúverðugan. Framburður konunnar var hins vegar metinn trúverðugur að mati dómsins. Hún hefði alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins og gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi auk greiðslu miskabóta, 1,8 milljónir króna, sem og sakarkostnað, 2,5 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira