Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 14:33 Hermenn stjórnarhersins við götuvirki í Khartoum, nærri höfuðstöðvum hersins. Vísir/EPA Afríkubandalagið hefur vikið Súdan úr bandalaginu vegna ofbeldis hersins gegn mótmælendum. Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að varaherliðsmenn hafi drepið yfir hundrað manns í vikunni en yfirvöld segja að tæplega fimmtíu hafi verið drepnir. Aðgerðir súdanska hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir torgi við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni Khartoum undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur og drápu nokkra. Félagar í vopnaðri sveit hliðhollri stjórnarhernum eru síðan sagðir hafa farið um borgina og drepið mótmælendur. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að borgarleg stjórn taki vil landinu af herforingjastjórn tók við völdum eftir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti forseta í apríl. Afríkubandalagið tekur undir þá kröfu og hótar súdönskum stjórnvöldum frekari aðgerðum verði þau ekki við henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákvörðun bandalagsins var tekin samhljóða á neyðarfundi í Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, formaður framkvæmdastjórnar Afríkubandalagsins, krafðist tafarlausrar og gegnsærrar rannsóknar á drápum hersins á mótmælendum á mánudag. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, heldur til Khartoum á morgun til að reyna að miðla málum á milli hersins og stjórnarandstöðunnar. Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Afríkubandalagið hefur vikið Súdan úr bandalaginu vegna ofbeldis hersins gegn mótmælendum. Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að varaherliðsmenn hafi drepið yfir hundrað manns í vikunni en yfirvöld segja að tæplega fimmtíu hafi verið drepnir. Aðgerðir súdanska hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir torgi við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni Khartoum undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur og drápu nokkra. Félagar í vopnaðri sveit hliðhollri stjórnarhernum eru síðan sagðir hafa farið um borgina og drepið mótmælendur. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að borgarleg stjórn taki vil landinu af herforingjastjórn tók við völdum eftir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti forseta í apríl. Afríkubandalagið tekur undir þá kröfu og hótar súdönskum stjórnvöldum frekari aðgerðum verði þau ekki við henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákvörðun bandalagsins var tekin samhljóða á neyðarfundi í Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, formaður framkvæmdastjórnar Afríkubandalagsins, krafðist tafarlausrar og gegnsærrar rannsóknar á drápum hersins á mótmælendum á mánudag. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, heldur til Khartoum á morgun til að reyna að miðla málum á milli hersins og stjórnarandstöðunnar.
Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26
Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær. 5. júní 2019 10:17