Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 10:59 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa. Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa.
Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04