Umfjöllun: KR 0-4 Keflavík | Kennslustund í Vesturbænum Gabríel Sighvatsson skrifar 6. júní 2019 21:00 Keflvíkingar tóku KR í kennslustund vísir/daníel KR tók á móti Keflavík á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Bæði liðin voru í neðstu sætunum með, KR með 3 og gestirnir með 0 stig eftir 5 leiki. Það var því sannkallaður botnslagur í vændum og búist var við spennandi leik. Annað kom þó á daginn. Keflavík hreinlega kjöldró heimamenn í fyrri hálfleik og það var engin miskunn sýnd. Aníta Lind Daníelsdóttir opnaði markareikninginn með marki beint úr hornspyrnu. Markið kom á 28. mínútu en fram að því hafði Keflavík verið ógnandi og betri aðilinn í leiknum og ekki leit Birna Kristjánsdóttir, markvörður KR, vel út í þessu marki. Stuttu seinna tvöfaldaði Sophie Groff forystuna fyrir gestina með góðu skoti fyrir utan teig og áður en hálfleikurinn var úti hafði Natasha Anasi bætt við marki eftir frábært spila hjá Keflvíkingum. Þá hélt maður að KR myndi fara inn í hálfleik og hugsa sinn gang. Ekki mikið breyttist þó í síðari hálfleik og Natasha Anasi rak síðasta naglann í kistu KR. Lokatölur 4-0.Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði sóknarsinnaðan bolta og voru mun betri aðilinn í leiknum. Þær yfirspiluðu heimamenn einfaldlega og var ekki að sjá að þetta væri botnlið deildarinnar að spila. Keflavík skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik og héldu áfram að þrengja að KR í þeim seinni. 4. markið kom svo og frábær leikur að baki hjá þeim.Hvað gekk illa?Veit ekki hvað var í gangi hjá KR í þessum leik en þær virtust bara alls ekki tilbúnar í þetta verkefni. Sóknin náði ekki að skapa sér neitt af viti en aftur á móti fær vörn Keflavíkur hrós fyrir vel unnin störf. Vörnin var heldur ekki upp á marga fiska. Birna, markmaður KR, leit illa út í fyrsta markinu, vörnin í nr. 2 og það gekk ekkert að dekka Natöshu sem skoraði seinustu tvö mörkin með skalla.Hverjir stóðu upp úr?Natasha Anasi átti frábæran leik, tvö mörk frá miðjumanni er frábært dagsverk og þá braut hún margar sóknir á bak aftur. Aníta Lind skoraði beint úr hornspyrnu og var áfram ógnandi hvort sem það var úr föstum leikatriðum eða úr opnu spili. Sveindís Jane skoraði ekki en átti góðan leik, var á fullu allan tímann og átti marga unna bolta og lykilsendingar.Hvað gerist næst?Þetta eru fyrstu stig Keflavíkur sem fara upp fyrir KR með þessum risasigri og ná að rétta sína markatölu vel við. Nú tekur við landsleikjahlé og gott frí en næsti leikur þeirra er heima gegn Stjörnunni. KR fer á botninn og er með 3 stig. Liðið fer í ferðalag norður næst og heimsækir Þór/KA í hörkuleik. Pepsi Max-deild kvenna
KR tók á móti Keflavík á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Bæði liðin voru í neðstu sætunum með, KR með 3 og gestirnir með 0 stig eftir 5 leiki. Það var því sannkallaður botnslagur í vændum og búist var við spennandi leik. Annað kom þó á daginn. Keflavík hreinlega kjöldró heimamenn í fyrri hálfleik og það var engin miskunn sýnd. Aníta Lind Daníelsdóttir opnaði markareikninginn með marki beint úr hornspyrnu. Markið kom á 28. mínútu en fram að því hafði Keflavík verið ógnandi og betri aðilinn í leiknum og ekki leit Birna Kristjánsdóttir, markvörður KR, vel út í þessu marki. Stuttu seinna tvöfaldaði Sophie Groff forystuna fyrir gestina með góðu skoti fyrir utan teig og áður en hálfleikurinn var úti hafði Natasha Anasi bætt við marki eftir frábært spila hjá Keflvíkingum. Þá hélt maður að KR myndi fara inn í hálfleik og hugsa sinn gang. Ekki mikið breyttist þó í síðari hálfleik og Natasha Anasi rak síðasta naglann í kistu KR. Lokatölur 4-0.Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði sóknarsinnaðan bolta og voru mun betri aðilinn í leiknum. Þær yfirspiluðu heimamenn einfaldlega og var ekki að sjá að þetta væri botnlið deildarinnar að spila. Keflavík skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik og héldu áfram að þrengja að KR í þeim seinni. 4. markið kom svo og frábær leikur að baki hjá þeim.Hvað gekk illa?Veit ekki hvað var í gangi hjá KR í þessum leik en þær virtust bara alls ekki tilbúnar í þetta verkefni. Sóknin náði ekki að skapa sér neitt af viti en aftur á móti fær vörn Keflavíkur hrós fyrir vel unnin störf. Vörnin var heldur ekki upp á marga fiska. Birna, markmaður KR, leit illa út í fyrsta markinu, vörnin í nr. 2 og það gekk ekkert að dekka Natöshu sem skoraði seinustu tvö mörkin með skalla.Hverjir stóðu upp úr?Natasha Anasi átti frábæran leik, tvö mörk frá miðjumanni er frábært dagsverk og þá braut hún margar sóknir á bak aftur. Aníta Lind skoraði beint úr hornspyrnu og var áfram ógnandi hvort sem það var úr föstum leikatriðum eða úr opnu spili. Sveindís Jane skoraði ekki en átti góðan leik, var á fullu allan tímann og átti marga unna bolta og lykilsendingar.Hvað gerist næst?Þetta eru fyrstu stig Keflavíkur sem fara upp fyrir KR með þessum risasigri og ná að rétta sína markatölu vel við. Nú tekur við landsleikjahlé og gott frí en næsti leikur þeirra er heima gegn Stjörnunni. KR fer á botninn og er með 3 stig. Liðið fer í ferðalag norður næst og heimsækir Þór/KA í hörkuleik.