Atvinnurekendur gagnrýna hækkun skatta og gjalda Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 14:00 Viðbúið er að fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hækki á næsta ári með hækkuðu fasteignamati. Vísir/GVA Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með. Skattar og tollar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Skattbyrði fyrirtækja þyngist á næsta ári vegna hækkunar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis ef ekkert verður að gert. Félag atvinnurekenda (FA) hvetur sveitarfélög til að lækka gjöldin við gerð fjárhagsáætlana næsta árs. Þá gagnrýna samtökin rúmlega átta prósentustiga hækkun á launatengdum gjöldum frá aldamótum. Í tilkynningu á vef félagsins er vísað til þess að í nýju fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2020 sem var kynnt í dag hækki fasteignamat atvinnuhúsnæðis á landinu um 6,9%. Á höfuðborgarsvæðinu verði hækkunin 5,9% en 9,3% á landsbyggðinni. Alls hafi fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkað um 15% frá 2018 til 2019. Með nýjustu hækkuninni hafi matið hækkað um 77,2% á sjö árum frá 2014 til 2020. Sveitarfélög hafi haldið fasteignasköttum í eða nálægt lögleyfðu hámarki á þeim tíma. „Í ljósi þess að fasteignagjöld sveitarfélaga eru ákveðin sem hlutfall af fasteignamati blasir við að skattbyrði fyrirtækja þyngist sem þessu nemur, verði ekkert að gert,“ segir félagið.Launþegi fær um 60% af launakostnaði í vasann Varðandi launatengd gjöld vísar FA til skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon gerði fyrir félagið. Samkvæmt henni hafi gjöld sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Það sé hækkun upp á 8,32 prósentustig eða ríflega 60%. Mestu segir félagið muna um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6% í 11,%. Atvinnutrygginggjald hafi hækkað eftir hrun og ekki lækkað til fyrra horfs þrátt fyrir betra atvinnuástand. Þannig sé almennt tryggingagjald nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni fær launþegi sem þiggur miðlungslaun um 60% af heildarkostnaði atvinnurekanda við að greiða þau þegar lífeyrisgreiðslur og réttindi eru ekki talin með.
Skattar og tollar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira