Líkir sögu skóla án aðgreiningar við kennitöluflakk Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 13:03 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15