Forseti Íslands grillar til góðs Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 14:00 Einar Björnsson (t.v), skipuleggjandi Kótelettunnar, er hér ásamt Helga Haraldssyni hjá Eimskip, en fyrirtækið er einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar. Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is. Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Kótelettan BBQ Festival, SS, Golfklúbburinn Tuddi og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna taka enn og aftur höndum saman og halda styrktarsölu á grilluðum kótelettum, svokölluðum styrktarlettum SKB. Salan, sem fer fram á dagskemmtun Kótelettunnar BBQ Festival á Selfossi laugardaginn 8. júní milli kl. 13 og 16 er nú haldin í fimmta sinn og rennur allur ágóði af kótelettusölunni óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Tuddarnir munu að þessu sinni njóta sérstakrar aðstoðar frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem ætlar að vera þeim innan handar á grillinu og selja kótelettur fyrir góðan málstað. Undanfarin ár hefur verið mikil stemning á grillinu og er markmiðið í ár að selja 2.000 kótelettur. Mynd frá tónlistarhátíðinni sem fer fram síðar um kvöldið. Þar spila margir helstu tónlistarmenn landsins. Í boði verður að kaupa grillaðar kótelettur til að borða á staðnum en einnig til að taka með og grilla heima eða í bústaðnum. Þeir sem komast ekki á kótelettusöluna geta styrkt Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með því að leggja frjáls framlög inn á styrktarreikning 301-26-545, kt. 630591-1129. „Afraksturinn hefur síðustu þrjú ár numið um hálfri milljón í hvert sinn og það munar um minna í starfsemi félagsins, sem snýst um að styðja við bakið á fjölskyldum krabbameinsveikra barna en 12-14 börn greinast með krabbamein á hverju ári á Íslandi. Þetta framtak er því bara frábært í alla staði; bragðgott og skemmtilegt fyrir góðan málstað,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. Gestir fylgjast af áhuga með tónleikunum. Mynd/Haraldur Guðjónsson „Þessi sala á styrktarlettum er orðin fastur liður hérna hjá okkur á Kótelettunni, enda gaman að láta gott af sér leiða fyrir jafn mikilvægan málstað. Við erum þakklát fyrir það hversu margir hafa lagt Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna lið á þessum viðburði,“ segir Einar Björnsson, skipuleggjandi Kótelettunnar BBQ Festival. Óli Öder Tuddi og Guðni Ágústson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, með tangirnar við SKB-grillið. Mynd/Haraldur Guðjónsson Aðgangur á dagskemmtunina er ókeypis en á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldinu fer fram tónlistarhátíð þar sem fram kemur allt helsta tónlistarfólk landsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á kotelettan.is.
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög